fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Tvö hundruð manns mega koma saman eftir 25. maí

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. maí 2020 14:37

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. maí verður næsta skref stigið í afléttingum á samkomubanni. Verður þá hámarksfjöldi einstaklinga á sama svæði hækkaður í 200. Sama dag verða nýjar útfærslur á tveggja metra reglunni kynntar.

Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins. Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhring og hafa aðeins fjórir greinst það sem af er maímánuði. Fjöldi sýna sem hafa verið tekin er 7.400. Virk smit í samfélaginu eru sex.

Þann 15. maí eru boðaðar tilslakanir varðandi komur inn í landið. Þá geta ferðamenn komið hingað án þess að fara í sóttkví og fara þess í stað í skimun sem framkvæmd verður á Keflavíkurflugvelli. Stýrihópur vinnur að framkvæmd þessara breytinga og eiga sóttvarnalæknir og Almannavarnir fulltrúa í hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns