Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, greindi frá því á upplýsingafundi almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, að hann hafi rætt við heilbrigðisráðherra að sundlaugar geti opnað þann 18. maí næst komandi, með ákveðnum takmörkunum og með tilliti il þess hvernig farsótt COVID-19 vindur fram fram að þeim degi. Því geta spenntir landsmenn farið að horfa spenntir á veðurfréttir og dustað rykið af sundfatnaðinum.
Enginn smit greindust síðasta sólarhring, en þeim upplýsingum ber að taka með fyrirvara þar sem engin sýni bárust frá íslenskri erfðagreiningu. Enginn er á gjörgæslu og enginn er í öndunarvél í dag.