fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Sandra fannst látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Líf Þórarinsdóttir Long, sem leitað hefur verið að frá því aðfaranótt laugardags, fannst látin á þriðja tímanum í dag í fjörunni á Álftanesi, ekki langt frá upphafsstað leitarinnar um helgina.

Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Sandra Líf var tæplega 27 ára og búsett í Hafnarfirði.

Fjölskylda hennar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem veittu aðstoð við leitina.

Síðast sást til Söndru upp úr kl. 18 á skírdag er hún kvaddi vinkonu sína. Í eftirlitsmyndavélum sést Sandra aka inn á Álftanes. Hún lagði bíl sínum skammt frá Kasthúsatjörn og skildi eftir í honum bíllyklana og snjallsíma sinn.

Sandra stundaði nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og starfaði sem þjónn meðfram náminu.

DV vottar öllum aðstandendum Söndru innilega samúð sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Í gær

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg