Almannatengilinn Steingrímur Sævarr Ólafsson deildi þessari skemmtilegu mynd á samfélagsmiðlum í dag. Við myndina skrifar hann. „Góð skilaboð frá Nordica hótel, teiknuð með ljósum í tómum herbergjum.
Steingrímur Sævarr segir uppátækið fallegt og einmitt það sem landinn þurfi. „Þetta blasti við mér af skrifstofunni. Harla ólíklegt að þetta sé tilviljun,“ segir Steingrímur sem hrósaði Nordica fyrir uppátækið. Aðspurður hvort hann sjálfur setji ekki eitthvað glingur í gluggann til að svara kalli hótelsins svara hann „Ég á ekki bangsa, svo ég stekk reglulega sjálfur upp í glugga. Svo er þetta bara spurning um að líta reglulega út og veifa til gesta og gangandi.“