fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Óvænt sjón blasti við Hafliða í morgun – „Bara að reyna að hafa það þægilegt og hefur stokkið inn“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafliða Breiðfjörð Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Fótbolta.net, mætti einkennleg sjón þegar hann fór í vinnuna í dag, en þá hafði strætisvagni verið lagt fyrir framan íbúðarhúsnæði hans í Grafarvogi.

Frá þessu greindi Hafliði í færslu á Twitter og birti mynd með, auk tveggja spurninga: „Er planið orðið fullt hjá þeim? Hvað gerir maður í svona sem formaður húsfélagsins?“

DV hafði samband við Hafliða sem hafði lítið um málið að segja, en sagði þó að strætisvagninn væri farinn, þó hann hefði örugglega verið á staðnum í nokkra tíma. Hafliða virtist finnast málið fyndið.

Strætó tjáði sig um málið

„Þessi tiltekni vagnstjóri á greinilega bara heima þarna í Grafarvoginum og hann hefur ákveðið að læðast þarna inn í hádegismat. Svo hefur hann verið kominn aftur í keyrslu um tvö, en við vorum nú sammála um það, ég og yfirmaðurinn hans, að það þyrfti að finna einhverja betri staði ef hann ætlar að gera þetta svona. Við erum ekki mjög hrifnir af því að hann sé að leggja bílnum í svona íbúðarhverfi. Það væri gott að finna fína lausn á því höfuðstöðvarnar þeirra eru alla leið upp í Hafnarfirðinum Hann var bara að reyna að hafa það þægilegt og stokkið inn,“

Þetta sagði Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, um málið í samtali við DV. Hann sagði að þessi tiltekna leið, 31, væri í hléi um hádegisleytið og því hefði bílstjórinn líklega nýtt sér það og farið í mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi