fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Landspítalinn dæmdur til að greiða manni yfir 40 milljónir – „Þetta mun ekki bæta skaðann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn var í gær dæmdur í Landsrétti til að greiða manni rétt rúmlega 41 milljón króna í skaðabætur vegna heilsutjóns sem maðurinn varð fyrir við uppsetningu þvagleggs í tengslum við aðgerð sem hann gekkst undir á Landspítalanum. Héraðsdómur hafði áður sýknað Landspítalann af öllum kröfum. Þeim dómi var snúið við.

Manninum höfðu áður verið greiddar skaðabætur á grundvelli sjúkratrygginga út frá þeirri örorku sem metin er honum vegna heilsutjónsins. En sá úrskurður grundvallast ekki á því að tjóninu hafi verið valdið með saknæmum hætti.

Í Landsrétti var sönnunarbyrðinni með vissum hætti snúið við á þeim grundvelli að Landspítalinn tilkynnti ekki um atvikið fyrr en mjög seint. Af þeim sökum lagði Landsréttur þá skyldu á herðar Landspítalanum að færa sönnur á að atvikið hafi ekki borið að með saknæmum hætti og tókst Landspítalanum ekki að sanna það, að mati Landsréttar.

„Ég tel að þetta hafi verið lögfræðilega réttur dómur og er þess vegna ánægður fyrir hönd skjólstæðings míns,“ segir Guðbjarni Eggertsson, lögfræðingur mannsins, í samtali við DV. „En þetta mun ekki bæta skaðann sem hann varð fyrir þó að fjárhæðin sé há.“

Um málsatvik segir meðal annars í dómnum: „Strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og hafi verið ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Honum hafi virst að hjúkrunarfræðingi þeimsem annaðist verkið hafi ekki tekist að koma þvagleggnum upp í þvagblöðruna. Hafi þvagleggurinn verið dreginn til baka og þá komið ferskt blóð úr limnum. Hafi minni  þvagleggur þá verið settur upp í þvagblöðruna og þvagið þá losnað. Í sjúkraskrá segir að þvagleggur hafi blóðgast við þvagleggsísetningu.“

Er talið óumdeilt að þegar verið var að koma þvagleggnum fyrir hafi myndast sár í vef frá þvagrás. Af því hafi hlotist mikið heilsufarstjón.

Lesa dóm Landsréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“