fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag minntist Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, Kjart­ans Lár­usar Páls­sonar, eða KLP. Haukur segir Kjartan hafa verið frumkvöðul og mjög mikilvægan í Íslenskri golfmenningu. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á Golf.is.

DV greindi frá andláti Kjartans í dag, en hann andaðist á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Hann var fararstjóri, blaðamaður og kylfingur.

„Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti.“

Þá fer Haukur yfir feril Kjartans, bæði í blaðamennsku og fararstjórn. Kjartan skrifaði fyrir DV, Tímann og Vísi. Sem fararstjóri ferðaðist hann meðal annars til Spánar, Írlands, Hollands og Tælands.

„Kjart­an starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur.

Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri ung­linga­landsliðs karla í golfi árið 1973 og á ár­un­um 1979-1986 var hann ein­vald­ur og liðstjóri karla­landsliðsins í golfi.“

Haukur minnst einnig golfafreka Kjartans, en hann var sem dæmi um langan tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi, svo náði hann tvisvar svokölluðum Albatross.

„Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli.“

Haukur þakkar Kjartani fyrir starf sitt í þágu golfíþróttarinnar og segir að hann hafi svo sannarlega sett mark sitt á sögu hennar.

„Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni
Fréttir
Í gær

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Í gær

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar