fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Gripinn glóðvolgur eftir innbrot á Granda

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 5. apríl 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki á Grandanum í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði fannst maður, sem grunaður er um verknaðinn, þar sem hann hafði falið sig skammt frá vettvangi í vörurými sendibifreiðar. Hann var vistaðir í fangageymslu sökum rannsóknarhagsmuna.  Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að lögreglu hafi tekist að endurheimta þýfið úr innbrotinu.

Verkefni lögreglunnar í nótt og í gærkvöldi voru að vanda fjölbreytt. Nokkrir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Það helsta af nóttinni

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni laust eftir miðnætti í nótt á Kringlumýrarbraut og hafnaði bifreiðin á vegriði. Farþegi í bifreiðinni slasaðist á höfði og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Bráðadeild. Bifreiðin var dregin af vettvangi.

Maður var handtekinn í nótt grunaður um ölvunarakstur. Bifreið hans hafði verið tilkynnt vegna umferðaróhapps á Vesturlandsvegi og datt þar höggvari bifreiðarinnar af. Ekki urðu meiðsl á fólki og var maðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Tilkynnt af um líkamsárás í Hafnarfirði. Ekki er vitað um meiðsl á árásarþola en meintur gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregluna bar að gerði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“