fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Lúffaði RÚV fyrir femínistum? – Umdeild verðlaunamynd ekki lengur aðgengileg – „Ég hreinlega neita að trúa því“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður betur séð en þrýstingur frá femínistum hafi virkað hvað varðar sýningu á myndinni Elle. Myndin var sýnd á RÚV á sunnudaginn en ekki voru allir sáttir með þá ákvörðun. Hópur kvenna sendi út yfirlýsingu sem birtist á Stundinni vegna sýningarinnar og sögðu hana löðrung í andlit þolenda kynferðisofbeldis.

Myndin er ekki aðgengileg á Sarpnum né á vefsíðu RÚV líkt og sambærilegar myndir sem hafa verið sýndar á sunnudagskvöldum. Yfirleitt eru slíkar myndir aðgengilegar í nokkrar vikur eftir sýningu. Til að mynda má enn nálgast spænsku myndina Ma ma sem sýnd var 2. febrúar. Fyrrnefndum íslenskum femínistum þótti myndin, sem er eftir Paul Verhoeven, fara yfir strikið.

Skiptar skoðanir eru þó um það því Árni Pétur Arnarsson, nemi í kvikmyndafræði, kom myndinni til varnar í vikunni og benti á að hún hafi fengið lof erlendis. Þess má geta að kvikmyndin vakti lukku á verðlaunahátíðum þegar hún kom út og vann meðal annars til tveggja Golden Globe verðlauna.

Sjá einnig: Árni Pétur kemur kynferðislega ögrandi mynd til varnar – Segir femínista komna á hálan ís – „Ætlum við að leggja allar kvikmyndir í dóm fyrir siðanefnd?“

Vökull borgari hafði samband við DV og benti á þetta. Hann hugðist horfa á myndina í gær eftir umtal vikunnar. „Ég og frúin höfðum rætt það í vikunni að kíkja á þessa mynd eftir annasama viku. Það voru svo margir að tala um hana. Við höfðum allavega hvorugt séð hana og höfum bæði gaman af góðum bíómyndum. Það kom okkur mjög á óvart að geta ekki horft á myndina. Hún var það eina sem ég sá í Sarpinum á Apple TV sem ekki var hægt að horfa á. Ég tékkaði á vefnum hjá RÚV og sá að það var ekki heldur hægt að horfa á hana þar,“ segir ósátti kvikmyndaunnandinn.

Hann segist einfaldlega vona að þetta sé einhver bilun í kerfinu eða mögulega misskilningur. „Mér datt í hug að RÚV hefði lúffað út af þessari yfirlýsingu en ég hreinlega neita að trúa því. Ég sá að þessi mynd var að fá mjög fína dóma og las að yfirlýsingin væri byggð á einhverskonar misskilningi. Ef RÚV hefur fjarlægt myndina eða gert hana óaðgengilega þarf stofnunin að hugsa sinn gang verulega. Ég vona hreinlega að þetta sé bara einhver bilun eða misskilningur,” segir ósáttur viðmælandi sem setti sig í samband við DV.

Sjá einnig: Fjöldi kvenna hjólar í RÚV vegna umdeildrar bíómyndar: „Fullkomin vanvirðing

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt