fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Flutningabíll valt á Reykjanesbraut

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2020 09:41

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Flutningabíll valt á Reykjanesbraut í fyrradag þegar vindhviða skall á honum. Í skeyti sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér kemur fram að sjúkraflutningamenn hafi aðstoðað ökumanninn við að komast út um framrúðu bifreiðarinnar. Hann fann til verkja eftir óhappið.

Enn fremur óku tveir ökumenn út af á Reykjanesbraut. Einn til viðbótar var að búa sig undir að aka inn í hringtorg og var þá ekið aftan á bifreið hans. Fleiri óhöpp urðu en þau voru smávægileg og engin slys urðu á fólki.

Þá voru nokkrir kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt sektarreikni lögreglunnar getur sá hinn sami átt von á 120 þúsund króna sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“