fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Næsta lægð kemur á morgun: „Hún er raunar enn dýpri en lægð dagsins í dag“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands á von á því að illviðrið sem nú geysar víða á landinu gangi niður eftir hádegi og á miðnætti renni síðasta gula viðvörunin úr gildi. Það er þó skammt stórra högga á milli því á morgun nálgast næsta lægð sem er einnig býsna djúp en áhrif hennar verða þó að líkindum minni hér á landi.

„Hún er raunar enn dýpri en lægð dagsins í dag. Lægðin í dag ýtir hinsvegar hæðinni yfir Grænlandi lengra til norðurs og verður þrýstibrattinn yfir landinu, og þar með vindstyrkur, ekki jafnmikill og í dag. Reiknað er með að gefa út viðvaranir vegna lægðarinnar á morgun síðdegis í dag, þegar að núverandi veður byrjar að ganga niður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Mestur vindur, enn sem komið er, hefur mælst á Þyrli í Hvalfirði, 40 metrar á sekúndu, og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 45 metrar á sekúndu. Þar hefur einnig verið úrkomumest.

„Veðrið heldur áfram að versna og nær bráðlega hámarki sunnantil á landinu, en með morgninum heldur áfram að hvessa nyrðra. Rauðar eða appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum. Fjöldi eldinga hafa mælst handan skilana, og á Suðausturlandi eru líkur á að það verði vart við eldingar þegar að skilin ganga yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Í gær

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“