fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Bernie Sanders vill að Bandaríkin verði meira eins og Ísland

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, er þessa dagana í kosningabaráttu fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Bernie greindi frá því á Twitter-síðu sinni í dag að hann vildi að Bandaríkin væru meira eins og Ísland þegar kemur að skotvopnanotkun lögreglu.

Bernie deilir lista með sex löndum og hversu margir létust í kjölfar þess að lögreglan skaut þá á árinu 2018. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Ísland trónir á toppi listans. Á árinu 2018 lést enginn af völdum lögreglu hér á landi en á sama tíma létust tæplega þúsund manns í Bandaríkjunum vegna þessa.

„Ímyndið ykkur: Walter Scott – og svo miklu fleiri – væru á lífi í dag ef við værum búin að gera þær meiriháttar breytingar á réttarkerfinu sem við þurfum að gera í þessu landi,“ segir Bernie fyrir neðan listann. Það má gera ráð fyrir því að Bernie vilji að Bandaríkin líkist Íslandi í þessum málum þar sem hann setur Ísland á topp listans.

Bernie hefur gengið vel í kosningakönnunum en hann nálgast fyrsta sætið óðfluga. Um þessar mundir situr Joe Biden í efsta sæti í skoðanakönnunum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið varaforseti Bandaríkjanna þegar Obama var forseti. Velgengni Bernie hefur verið mikil undanfarið og má rekja það helst til sósíalískra stefnumála hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Í gær

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina