fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Ferðamaður keyrði á lögreglubíl – lögreglumaður á sjúkrahús eftir áreksturinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. janúar 2020 12:08

Lögreglan á Suðurlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kl. 14:00 í gær varð árekstur milli lögreglubíls sem ekið var af Klausturvegi á Kirkjubæjarklaustri inn á hringtorg, þar sem Klausturvegur tengist Suðurlandsvegi, og jeppa sem ekið var vestur Suðurlandsveg og öfugu megin inn í hringtorgið.  Svo virðist sem ökumaður jeppans, sem er erlendur ferðamaður, hafi misst stjórn á bílnum þegar hann nálgaðist hringtorgið og lent öfugu megin við umferðareyju sem skilur að akstursstefnur og síðan beint framan á lögreglubílinn.   Lögreglumaðurinn, sem var einn á ferð, var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús en útskrifaður þaðan í gærkvöldi og talinn óbrotinn en töluvert marinn.   Ökumaður og farþegi jeppans sluppu ómeidd.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi þar sem farið er yfir helstu verkefni liðinnar viku.

Þar segir einnig frá því að lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð til að sveitabæ í Rangárvallasýslu í gær þegar skot hljóp úr fjárbyssu í framhandlegg manns sem var að aðstoða þann sem á byssunni hélt við að aflífa kind. Kúlan mun hafa setið eftir í handleggnum og var maðurinn fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“