fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Stjörnu-Sævar tekur Guðna í bakaríið og segir hann fáfróðan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, oftast kenndur við stjörnurnar, segir Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sýna eigin fáfræði í pistli sem sá síðarnefndi birti í Morgunblaðinu í dag. Þar talar Guðni meðal annars um hlýnun jarðar og spár þess efnis að jörðin muni farast í tíð núverandi kynslóðar. Hann telur slíkar spár vera af sama meiði og dómsdagsspár falsspámanna fyrri tíðar.

Sjá einnig: Guðni segir heimsendi ekki í nánd: „Hún var hreinlega ofsótt í þættinum“ – Þeir sem efast sagðir falsspámenn og boðberar fáfræði

Guðni bendir á að hann sé enn á lífi þrátt fyrir dómsdagsspár svo sem 2000-vandann. „Kjarnorkusprengingin var stærsta ógn æsku minnar. Nú er upp runnin fjórða heimsendaspáin á 40 árum. Fyrst var það ósonlagið, svo var það súra regnið, síðan kom þúsaldarbyltingin eða 2000 vandinn. Og nú er það hamfarahlýnun af mannavöldum. Dómsdagur er sem sé í nánd, en þessi fullyrðing hefur fylgt manninum frá örófi alda,“ segir Guðni.

Sævar deilir pistli hans og bendir á að það hafi einmitt verið brugðist við þessum vandamálum. „Fyrrverandi ráðherra afhjúpar eigin fáfræði. Enginn vísindamaður spáir heimsendi vegna loftslagsbreytinga, enginn spáði heimsendi vegna ósoneyðingar, súrs regns eða 2000 vandans. Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ segir Sævar á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast