fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru fjölförnustu flugvellir heims

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hartsfield-Jackson flugvöllurinn í Atlanta í Bandaríkjunum er fjölfarnasti flugvöllur heims. Þetta er í 21. skiptið í röð sem flugvöllurinn skipar efsta sætið á listanum, samkvæmt frétt CNN.

Alls fóru 108,4 milljónir farþega um flugvöllinn á síðasta ári sem er 3,3 prósenta aukning frá árinu 2017. Í öðru sæti er Beijing Capital International-flugvöllurinn en 101 milljón farþega fór um flugvöllinn árið 2018.

Flugumferð hefur aukist mikið á undanförnum árum og skiptir þá engu hvort átt er við farþegaflug eða fragtflug. Flugferðum með farþega fjölgaði um 6,4 prósent á heimsvísu í fyrra en flugferðum með farm fjölgaði um 3,4 prósent.

Þá er bent á að fyrir 10 árum voru aðeins 16 flugvellir í heiminum sem náðu því að taka á móti minnst 40 milljónum farþega, en á liðnu ári voru þeir 54 talsins.

Fjölförnustu flugvellir heims:

1. Hartsfield-Jackson Atlanta, Bandaríkin: 108,4 milljónir

2. Beijing Capital International, Kína: 101 milljón

3. Dubai International, Sameinuðu arabísku furstadæmin: 89,1 milljón

4. Los Angeles International, Bandaríkin: 87,5 milljónir

5. Haneda-flugvöllur í Tókýó, Japan: 86,9 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni