fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þetta eru fjölförnustu flugvellir heims

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hartsfield-Jackson flugvöllurinn í Atlanta í Bandaríkjunum er fjölfarnasti flugvöllur heims. Þetta er í 21. skiptið í röð sem flugvöllurinn skipar efsta sætið á listanum, samkvæmt frétt CNN.

Alls fóru 108,4 milljónir farþega um flugvöllinn á síðasta ári sem er 3,3 prósenta aukning frá árinu 2017. Í öðru sæti er Beijing Capital International-flugvöllurinn en 101 milljón farþega fór um flugvöllinn árið 2018.

Flugumferð hefur aukist mikið á undanförnum árum og skiptir þá engu hvort átt er við farþegaflug eða fragtflug. Flugferðum með farþega fjölgaði um 6,4 prósent á heimsvísu í fyrra en flugferðum með farm fjölgaði um 3,4 prósent.

Þá er bent á að fyrir 10 árum voru aðeins 16 flugvellir í heiminum sem náðu því að taka á móti minnst 40 milljónum farþega, en á liðnu ári voru þeir 54 talsins.

Fjölförnustu flugvellir heims:

1. Hartsfield-Jackson Atlanta, Bandaríkin: 108,4 milljónir

2. Beijing Capital International, Kína: 101 milljón

3. Dubai International, Sameinuðu arabísku furstadæmin: 89,1 milljón

4. Los Angeles International, Bandaríkin: 87,5 milljónir

5. Haneda-flugvöllur í Tókýó, Japan: 86,9 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslensk hjón unnu 124 milljónir á föstudag

Íslensk hjón unnu 124 milljónir á föstudag
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur Franklín með djarfa kenningu: Segir Björn nota barn sitt í áróðri

Guðmundur Franklín með djarfa kenningu: Segir Björn nota barn sitt í áróðri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn í sundlaug á afmælisdaginn – Taílendingar birta mynd af líkinu

Íslendingur fannst látinn í sundlaug á afmælisdaginn – Taílendingar birta mynd af líkinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hannes skilur ekki hvers vegna dómstólar velja Svein Andra

Hannes skilur ekki hvers vegna dómstólar velja Svein Andra
Fréttir
Í gær

Íslensk kona á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur heims: Hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í málefnum trans fólks

Íslensk kona á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur heims: Hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í málefnum trans fólks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Snæfellsnesi: Nafn piltsins sem lést

Harmleikurinn á Snæfellsnesi: Nafn piltsins sem lést