fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Emil Jón svipti sig lífi: Enginn mætti í sjö ára afmælið – „Það var hræðilegt að horfa upp á þetta“

Auður Ösp
Föstudaginn 30. ágúst 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Jón Björnsson svipti sig lífi sex dögum fyrir 17. afmælisdaginn sinn. Hann varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og skildi það eftir sig varanleg ör. Lilja Jónsdóttir, móðir Emils, féllst á að segja sögu Emils ásamt eldri systur hans, Dagnýju Hrund Björnsdóttur, í viðtali við helgarblað DV.

Emil Jón fæddist 4. maí 1997 og ólst upp í Tidaholm í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð.

„Hann var ofboðslega ljúfur og góður strákur,“ segir Dagný. Mæðgurnar segja Emil lengst af hafa verið höfðinu hærri en jafnaldrar hans, stór og þrekinn. Á skólamyndum náðu hinir strákarnir honum rétt svo upp á bringu. Þannig skar hann sig úr hópnum og varð auðvelt skotmark. „Hann var ofboðslega næmur fyrir hljóðum og hávaða og fór að gráta þegar lætin voru orðin of mikil fyrir hann,“ segir Lilja en Emil var greindur með athyglisbrest 12 ára gamall. Þá var talið að hann væri með vott af Aspergerheilkenni.

Þær segja eineltið hafa hafist strax í leikskóla; Emil var útskúfað úr hópnum þar sem hann var öðruvísi. Í grunnskóla hélt eineltið áfram og voru gerendurnir aðallega þrír bekkjarfélagar. Hinir skólafélagarnir þorðu ekki að grípa inn í.

„Við vorum í sveitaskóla og þurftum að taka rútu í skólann á hverjum degi. Eineltið var langtmest þar,“ segir Dagný og Lilja tekur undir: „Eineltið var langmest í rútunni. Í skólanum hélt hann sig nálægt kennurunum, eins og í frímínútum og þegar farið var í gönguferðir og þess háttar. Við ólum hann upp í að hann mætti ekki beita sér líkamlega og meiða þá sem væru minni en hann. Hann ætti að vera góður við alla hina af því að hann væri stærri en þeir. Þess vegna brást hann við stríðninni með því að hörfa í burtu og fara að gráta. Hans leið til að fá útrás var að taka þetta út á sjálfum sér: hann fór inn á klósett í skólanum og kýldi sjálfan sig aftur og aftur.“ Dagný bætir við: „Þó svo að hann hafi verið svona stór og þrekinn þá var hann ofboðslega lítill og viðkvæmur inni í sér. Hann gerði ekkert á móti ef þeir gerðu honum eitthvað.“

Mæðgurnar vonast til að vekja fólk til umhugsunar um þær skelfilegu afleiðingar sem einelti getur haft.

Enginn kom í afmælið

Eitt atvik stendur upp úr í huga mæðgnanna. „Þegar hann varð sjö ára héldum við upp á afmælið hans. Við leigðum félagsheimili fyrir veisluna og Emil fór með boðskort í skólann, voðalega spenntur, og bauð öllum bekknum. Planið var að allir myndu koma með rútunni í félagsheimilið eftir skóla. Daginn sem veislan átti að vera haldin kom hann í félagsheimilið með tárin í augunum. Þá höfðu tveir strákar í bekknum hans gengið á milli barna í rútunni og hótað þeim öllu illu ef þau mættu í afmælið. Af öllum hópnum voru tvær bekkjarsystur hans sem þorðu að mæta. Þetta var ofboðslega sárt. Við höfðum samband við skólann en fengum lítil viðbrögð,“ segir Lilja. Dagný segist hafa reynt að grípa inn í og hjálpa litla bróður sínum þegar hún gat. En síðan kom að því að hún fór á unglingastig í skólanum, en sá hluti skólans var í bænum. „Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Þegar ég fór síðan upp á unglingastig þá gat ég ekki lengur verið til staðar og passað hann.“

Nánari umfjöllun má nálgast í helgarblaði DV. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir