fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Til ketóklikkhausanna: „Megið þið kafna á eigin kolvetna vandlætingu“

Svarthöfði
Laugardaginn 13. júlí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði fylgist vel með líðandi stundu, enda fátt verra en að vera staddur í góðri veislu með kaldan í annarri og Costco-smáköku í hinni og vera ekki með í samræðunum. Vera alveg úti á túni eins og sagt er. Raunar skrýtið að talað sé um tún í þessu samhengi því Svarthöfði veit fátt huggulegra en að vera einn með sjálfum sér á nýslegnu túni. Lyktin, maður. En meira um það síðar.

Undanfarið hefur Svarthöfða ekki tekist nógu vel upp í hefðbundnum ísbrjótum og skrýtlum í mannfögnuðum. Það þykir ekki lengur neitt sérstaklega merkilegt að geta farið með heilu mónólógana úr klassískum kvikmyndum og þekking Svarthöfða á handbragði endurreisnarlistamanna fær ekkert sérlega góðan hljómgrunn. Umræðuefnið sem skýtur sífellt upp kollinum er farið að valda Svarthöfða heilabrotum. Umræðuefnið undarlega er eitthvað sem almúginn kallar ketó.

Það kemst bara ekkert annað að. Svarthöfði var heillengi að átta sig á hvað í ósköpunum þetta væri. Svarthöfði hélt í fyrstu að um væri að ræða netó, skammstöfun á góða og gilda, íslenska orðinu netasokkabuxur. Þegar svo var ekki taldi Svarthöfði að þetta hlyti að vera skammstöfun á ofurleynilegum klúbbi sem hann vildi ólmur ganga í. Svo kom það bara á daginn að þetta var ekki merkilegra en ákveðin tegund af matvælum sem hljómar innilega óspennandi. Kolvetni eru víst bönnuð og sykurinn guðdómlegi settur á hilluna. Svarthöfði skilur ekkert í þessari villimennsku. Það eina góða sem Svarthöfði sér við þennan sértrúarsöfnuð sem dulbýr sig sem heilsufasista er að þeir virðast hafa rekið upp heróp gegn sætuefninu malítól sem Svarthöfða hefur alltaf verið illa við. Svo gervilegt.

Það sem fer hins vegar mest í taugarnar á Svarthöfða er þegar þetta ketópakk þarf endalaust að gera allt „ketóvænt“. Fegurðin í sértrúarsöfnuðum er að koma með eitthvað nýtt. Tilbrigði við stíl. Ekki bara apa eftir öðrum og nefna það nýjum nöfnum. Því hvetur Svarthöfði ketóklikkhausana til að hætta að lifa í eilífri sjálfsblekkingu og kalla ketópítsuna bara sínu rétta nafni – eggjahræru með osti. Megið þið kafna á eigin kolvetna vandlætingu og sykurstraffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík