fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Bauhaus-málið – Böndin berast að verktaka í Vestmannaeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítrekaðar ábendingar hafa borist DV um að annar mannanna sem grunaður er um þjófnað úr verslun Bauhaus sé verktaki í Vestmannaeyjum. Sömu heimildir herma að húsrannsókn hafi verið gerð hjá manninum í Vestmannaeyjum og meint þýfi úr Bauhaus flutt frá Eyjum til lands með Herjólfi.

Umræddur verktaki missti verktakafyrirtæki sitt í gjaldþrot og stofnaði nýtt. Hann hefur fengið dóm fyrir fíkniefnasmygl en hann var áður atkvæðamikill í skemmtanalífi Reykjavíkur. Er DV hafði samband við verktakann og spurði hvort hann kannaðist við málið var svar hans sérkennilegt:

„Nei, ekki eins og er.“

Er DV ítrekaði spurninguna sagðist maðurinn ekki kannast við rannsóknina og vildi ekki tjá sig frekar.

Ekki hefur náðst í Ásgeir Bachman, framkvæmdastjóra Bauhaus, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Eins og DV greindi frá í gærmorgun hefur Ásgeir Bachman viðurkennt með yfirlýsingu að þjófnaður hafi átt sér stað í verslun Bauhaus. Í yfirlýsingu hans er fjöldi grunaðra ekki tiltekinn en sagt að menn hafi verið handteknir vegna málsins og bíði ákæru:

„Athugun lögreglu á málinu leiddi svo til handtöku þeirra og nokkurra húsleita. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stjórnaði þeirri aðgerð og fer ákæruvaldið nú með meðferð málsins.“

Í tilkynningunni kemur fram að Bauhaus treysti því að málið verði upplýst. „Þá verði þeir aðilar sem áttu í hlut ákærðir vegna brota sinna en félagið varð fyrir umtalsverðu tjóni sökum háttsemi þeirra,“ segir Ásgeir í tilkynningunni.

Ekki hefur náðst í Ásgeir þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir, eins og áður segir. Ekki hefur heldur náðst í þá aðila sem hafa með málið að gera fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur hefur ekki náðst í rannsóknadeild lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin