fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Jón Ársæll dreginn fyrir dóm vegna sjónvarpsþáttar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2019 09:15

Jón Ársæll Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmanninum Jóni Ársæli Þórðarsyni og RÚV hefur verið stefnt af viðmælanda sem kom fram í þættinum Paradísarheimt í fyrravetur. Óhætt er að segja að þættir Jóns Ársæls hafi vakið athygli en þar var rætt við Íslendinga sem segja má að syndi gegn straumnum.

Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfesti við Fréttablaðið, sem greinir frá þessu, að málið tengist þættinum en leynd ríkir þó yfir því um hvað málið nákvæmlega snýst og hverjar kröfur konunnar eru.

Fréttablaðið segir þó frá því að í umræddum þætti ræði Jón Ársæll við konuna sem afplánaði dóm á Sogni. Sagði hún meðal annars frá uppvaxtarárum sínum og baráttu við fíkn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þættir Jóns Ársæls vöktu sem fyrr segir nokkra athygli og voru ekki allir á eitt sáttir um þættina. Þannig greindi DV frá óánægju ungs manns, Viðars Marels Magnússonar, sem sást í mynd í einum þáttanna. Var hann nafngreindur sérstaklega þó hann væri persónulega ekki til umfjöllunar, heldur frænka hans, ung skáldkona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“