fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Viðar sár og illur út í Jón Ársæl: „Þegar ég heyrði þetta fór ég á toppinn í reiðinni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Marel Magnússon sakar Jón Ársæl og RÚV um að brjóta gegn persónuverndarlögum. Í þættinum Paradísarheimt í gær ræddi Jón Ársæl Þórðarson við unga skáldkonu sem syndir gegn straumnum, en það er þema þáttanna, fólk sem syndir á móti straumnum. Þessi unga kona er frænka Viðars, sem var staddur í heimsókn hjá frænku sinni þegar Jón Ársæll tók upp hluta þáttarins.

Viðar er nafngreindur í þættinum, með fullu nafni, og tekið sérstaklega fram að hann sé sonur Megasar, en Viðar kveðst hvorki hafa gefið leyfi fyrir að nafn hans yrði notað í þættinum, né að upptökur af honum yrðu notaðar. Í þættinum má sjá Viðar Marel nota gas, og þegar upptökuvélin beinist að Viðari má sjá að hann virðist afar hissa og ekki hafa búist við að vera í mynd. Viðar kveðst vera á mun betri stað í dag en hann var á þeim tíma sem þátturinn var tekinn upp og er því bæði sár og reiður út í Jón Ársæl. Jón Ársæll kveðst ekki hafa gert neitt rangt við gerð þáttarins.

Frænka Viðars, Soffía, er viðfangsefni þáttarins og umfjöllunin Viðari með öllu óviðkomandi. Í samtali við blaðamann segir Viðar að hann hafi farið þess á leit við þáttastjórnanda að upptakan yrði ekki notuð eða að andlit hans yrði að minnsta kosti gert óþekkjanlegt. „Hann sagðist ætla að redda því en í staðinn nefnir hann fullt nafn mitt og sérstaklega hvers son ég er.“

„Ég bað Jón Ársæl tvisvar eftir upptökuna að annað hvort klippa mig út eða í það minnsta að blörra mig en nei, hann nafngreinir mig með fullu nafni og segir að ég sé sonur Megasar. Þetta verður harðlega kært.“

Viðar segir að Jón Ársæll hafi fullyrt að málunum yrði reddað. „Ég sagði honum: „Ég á son sem er að verða 9 ára og ef þú getur ekki klippt mig út, þá skaltu að minnsta kosti blörra mig. Hann sagði – já ekkert mál.“

Jón Ársæll neitar öllu

DV bar ásakanir Viðars undir Jón Ársæl. Jón heldur fram að Viðar hafi ekki haft samband við hann. Jón segir:

„Ég kannast ekki við að hann hafi haft samband við mig, það eru svo margir reyndar sem hafa samband við mig, en ég myndi muna það.“

Blm: Hann segir að það sjáist bersýnilega á myndefninu að honum verði við.

„Hann getur túlkað það þannig, en það var ekki þannig. Hann var í herberginu þegar við vorum að mynda hana Soffíu og við spurðum hvort það væri í lagi að taka mynd og hann gerði engar athugasemdir við það þannig að hann væntanlega sér eftir þessu eftirá.

Blm: En af hverju að taka hann upp og taka sérstaklega fram að hann sé sonur Megasar?

„Já það er bara, ég er að mynda í þessu herbergi og hann er vinur hennar, hann tengist málinu þannig. Það er bara hluti af því starfi sem ég er að vinna, að skrá samtímann. Mér finnst eins og þú sért á bandi hans að reyna einhvern veginn að koma því þannig fyrir að ég sé sökudólgurinn.“

Blm: Hann er að bera upp á þig þessar sakir, þess vegna er ég að gefa þér tækifæri til að tjá þig.[…] Samt finnst mér aðeins skrítið að ef það hefur verið ótvírætt samþykki veitt fyrir þessari myndatöku að hann bregðist svona við

„Ég fékk ekki skriflegt samþykki hans, enda eru þetta oft viðkvæmar aðstæður sem ég er að vinna í.“

Blm: Hann virðist ekkert kannast við þetta og verður mikið um þessa umfjöllun.

Jón Ársæll vill meina að Viðar veifi í kvikmyndatökuvélina á meðan aðrir gætu túlkað að hann væri að hylja andlit sitt. En ljóst er á hinum fáu sekúndum sem Viðar er í mynd að það kemur á hann að vélinni sé beint að honum.

„Það er hans túlkun á því. hann er undir áhrifum efna og það er hans túlkun á því að hann verði hissa,“ svarar Jón Ársæll.

„Ég meina hann vaknaði með okkur og var búinn að vera lengi í herberginu á meðan við vorum að mynda. Svo er myndavélinni beint að honum og hann er að fá sér eiturlyf og vinkar okkur við þá iðju. Það er sennilega hægt að túlka þetta á allavegu þannig lagað sé, ef hann vill. Verst þykir mér þó að þetta valdi ósætti eða komi honum illa.“

Þegar Jón er upplýstur um að Viðar ætli að leggja fram kæru, svarar hann:

„Þá verður hann bara að gera það, hann hefur fullan rétt á því. Honum var alveg fullljóst, það var enginn að fela eitt né neitt, við vorum að mynda skáldið og umhverfi hennar. Ég veit ekki hvernig Persónuvernd getur túlkað þetta.“

Viðkvæm réttindi

Samkvæmt Helgu Þórisdóttur hjá Persónuvernd er erfitt að segja til um hvort brot á Persónuverndarlögum hafi átt sér stað, en vafatilvik komi ýmist inn á borð til þeirra eða til dómstóla. Í þessu máli skarist á tjáningarfrelsi fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífs einstaklingsins hins vegar.

„Þetta er einn viðkvæmustu réttindi sem til eru, samspil tjáninarfrelsis og friðhelgi einkalífs sem bæði eru stjórnarskrárvarin réttindi,“ sagði Helga í samtali við blaðamann DV.  Helga segir erfitt að segja til um þetta tiltekna mál án þess að hafa öll gögn en vissulega vakni þarna margar spurningar, upplýsingar sem komi fram í myndbandinu geti flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar og voru ekki teknar upp í almennu rými heldur á einkaheimili. „Grundvallarreglan er að eftir því sem rýmið er þrengra og meira prívat þá áttu skýrari réttindi. En það eru alls konar sjónarmið sem geta spilað inn í.  En það er alls ekki þannig að fjölmiðlar séu hafnir yfir lög.“

Vinnur í að snúa blaðinu við

Viðar Marel var í erfiðum félagslegum aðstæðum þegar þátturinn var tekinn upp og segir hann það mikinn skell fyrir hann að vera minntur á það með jafn óvæntum og hörðum hætti. Í dag er hann að vinna að því að snúa við blaðinu og byggja upp samband við son sinn. Það þykir honum einmitt verst við þetta allt saman, að nú muni sonur hans að öllum líkindum fá að sjá myndbandið, sjá aðstæður sem eigi ekki lengur við í dag.

„Það er eins og honum finnist þetta bara eitthvað fyndið. Ég var ekki í góðu standi á þessum tíma,“ segir Viðar, sem er bálreiður vegna málsins. Ekki nóg með að Jón Ársæll taki fram fullt nafn hans, heldur tekur hann einnig fram hverra manna Viðar er. Sú staðreynd hafi ekki skipt neinu fyrir umfjöllun þáttarins, sem var Soffía frænka hans, en ekki Viðar sjálfur. Í raun og veru sé Soffía ekki einu sinni blóðskyld honum og Viðar lítur fremur á hana sem vinkonu en ættmenni.

„Það skipti ekki neinu einasta máli og þegar ég heyrði þetta fór ég á toppinn í reiðinni. Nefna hver pabbi minn er og svona. Að segja þetta án þess að spyrja mig? Ef hann hefði spurt mig þá hefði ég sagt nei.“ 

Viðar hefur þegar orðið fyrir nokkru ónæði vegna efnistaka þáttarins, segir hann vini sína hafi til að mynda hringt í dag, Viðari til lítillar kæti. Viðar segist áður hafa hitt Jón Ársæl og segir að Jón hafi vitað í lengri tíma hverra manna hann er. Jón Ársæll vill meina að þeir hafi aldrei hist áður. Viðar Marel segir að lokum:

„Ég hélt að Jón Ársæll væri kurteisari maður en þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum