fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára – Katrín sagði Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur átt – Sjáðu myndirnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn hélt upp á 90 ára afmæli sitt í gær. Í tilefni dagsins var blásið til hátíðarhalda hjá félögum Sjálfstæðisflokksins um land allt.  Um 600 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Þar var boðið upp á ýmsar veitingar og skemmtiatriði fyrir fjölskylduna.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lék á selló og líkt og gjarnan gerist í afmælisveislum voru gefnar afmælisgjafir.

Viðreisn og Framsókn gáfu fallega blómvendi, Vinstri Grænir gáfu reynitré og Samfylkingin gaf bókina Líftaug landsins – Saga utanríkisverslunar og friðarlilju.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ein þeirra sem fór með ávarp á hátíðinni og fór hún þar fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins og kollega sinn Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Þar þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi Bjarna Benediktsson sérstaklega á nafn og sagði hann einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkru sinni haft. Uppskáru ummælin mikinn fögnuð viðstaddra. Katrín tók fram að það væri svolítið skrítið að formaður vinstri hreyfingar sem lengi vel var helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins tæki til máls á afmælishátíð þess síðarnefnda.

„En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“

Meðfylgjandi myndir voru teknar af ljósmyndaranum Håkon Broder Lund. Eins og sjá má af þeim var mikið um gleði, sama hvort um er að ræða sjálfstæðismenn, samstarfsaðila úr ríkisstjórnarsamstarfinu eða mótherja.

 

Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund

 

Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund

 

Mynd: Håkon Broder Lund
Mynd: Håkon Broder Lund
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt