fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fréttir

Klaustursmálið: Bára fellst fúslega á að eyða upptökunni – Upptakan of löng

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir fellst fúslega á að eyða Klaustur Bar upptökunni og axlar fulla ábyrgð í málinu. Eins og áður kom fram hefur Persónuvernd úrskurðað að Hin fræga leynilega upptaka Báru Halldórsdóttur af samræðum nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins (hinir síðarnefndi gengu síðan í Miðflokkinn) af Klaustur Bar í nóvember 2018 hafi verið ólögleg.

Ekki hefur náðst í Báru í kvöld þar sem hún er á leið með flugi til London. Hins vegar hefur Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi og vinur Báru, ritað pistil inn í stuðningshóp Báru á Facebook þar sem hann fer yfir málið. Úrskurður Persónuverndar verður ekki birtur fyrr en á morgun en í honum kemur meðal annars fram að Persónuvernd fallist á að upptakan hafi verið í þágu fjölmiðlunar. Hins vegar hafi upptakan verið svo löng að hún falli undir rafræna vöktun. Því þarf að eyða upptökunni. Persónuvernd gerir Báru enga sekt í málinu. Pistill Halldórs Auðar er eftirfarandi:

Ég ætla að skrifa smá fyrir hönd Báru þar sem hún er núna á ferðalagi til London.

Úrskurður Persónuverndar í máli Klaustursþingmanna gegn henni kom fram í dag en Persónuvernd ætlar ekki að birta hann fyrr en á morgun, þar sem það þótti eðlilegt að gefa málsaðilum svigrúm til að kynna sér hann áður. RÚV fullyrðir reyndar að það hafi verið lögmaður Klaustursþingmanna sem fór fram á þessa töf á birtingu. Bára og hennar stuðningsfólk hafa skilið þetta þannig að réttast sé að bíða með að tjá sig um niðurstöðuna fram að birtingu, þegar öll gögn eru komin fram opinberlega.

Nú ber hins vegar svo undir að Viljinn birtir frétt um niðurstöðuna þar sem henni er spunnið mjög Báru í óhag. Þetta hafa aðrir fjölmiðlar verið að taka upp og þessu hefur verið deilt á síðum Miðflokksins. Ekki var það Bára eða hennar fólk sem lak niðurstöðunni til Viljans. Það er því ákvörðun Miðflokksmanna að bíða ekki til morguns heldur að leka strax út á sínum forsendum, rjúfa þannig grið. Við hin hljótum því að mega bregðast við strax.

Bára hefur frá upphafi lagt áherslu á að hún myndi una niðurstöðu Persónuverndar hver sem hún yrði. Það var mikilvægt að fá á hreint hvað er leyfilegt lagalega séð og hvað ekki í þessum efnum. Hvar mörk persónuverndar og tjáningarfrelsis liggja og hvað er leyfilegt þegar kemur að aðhaldi almennings gagnvart valdhöfum.

Persónuvernd fellst á rök Báru og lögmanna hennar varðandi það að vinnslan á upptökunni var í þágu fjölmiðlunar, enda ákvað hún að koma henni til fjölmiðla sem unnu úr henni fréttir. Einnig er viðurkennt að upptakan hafi orðið tilefni til mikillar umræðu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa. Rakin eru erlend dómafordæmi þar sem slíkar upptökur í þágu fjölmiðlunar á orðum valdhafa eru ekki taldar brot gegn persónuvernd. Sökum þessa og þess að ekki er fallist á rakalausar ásakanir Klaustursþingmanna um að Bára hafi átt í samsæri er henni ekki gert að greiða sekt.

Hins vegar gerir Persónuvernd athugasemd við lengd upptökunnar og fellir hana þar af leiðandi undir ákvæði um rafræna vöktum, sem leiðir til þess að upptakan hafi brotið gegn lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Báru er þannig gert að eyða upptökunni, sem hún fellst að vitaskuld fúslega á að gera. Bára axlar ábyrgð á þessu sem og upptökunni almennt, enda kaus hún sjálf að stíga fram til að axla ábyrgð.

Sú spurning vaknar hins vegar hvort að Klausturþingmenn verði ekki að deila ábyrgðinni á lengd upptökunnar með Báru, enda tók það þá töluverðan tíma að fara yfir ýmis mikilvæg atriði á borð við níðyrði um vinnufélaga sína, samferðafólk sitt og hina og þessa minnihlutahópa. Einnig tók það tíma að útlista nákvæmlega hvernig fyrrum ráðherrar stóðu að hrossakaupum með sendiherrastöður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands

ASÍ segir að Icelandair geti ekki gengið framhjá Flugfreyjufélagi Íslands
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bein útsending: Fundur Íslenskrar Erfðagreiningar – Kári, Alma, Þórólfur og fleiri

Bein útsending: Fundur Íslenskrar Erfðagreiningar – Kári, Alma, Þórólfur og fleiri
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir