fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Telur að Guardiola gæti snúið aftur í sumar: ,,Gæti heillað hann“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Pep Guardiola snúi aftur til Spánar í sumar segir fyrrum samherji hans, Rivaldo.

Guardiola hefur unnið tvo deildarmeistaratitla í röð með Manchester City en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona.

Rivaldo telur að það gæti heillað Guardiola að snúa aftur í sumar þar sem fjölskylda hans er búsett á Spáni.

,,Það er auðvitað eðlilegt að þegar þú stendur þig vel þá munu önnur lið hafa áhuga á þinni þjónustu,“ sagði Rivaldo.

,,Ég trúi því að Pep fái önnur tækifæri í sumar og ný verkefni til að hugsa um og þrátt fyrir ánægjuna á Etihad þá gæti gott tilboð frá spænsku liði heillað hann.“

,,Ég segi þetta því Pep vill ekki vera frá fjölskyldunni og vinum, hann nýtur þess að eyða tíma með þeim. Það er mögulegt að endurkoma til Spánar hjálpi honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu