fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Jóhann játaði brotið þegar hann var handtekinn – Almar áfrýjar gæsluvarðhaldsúrskurðinum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að banað bróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, aðfaranótt laugardags í Noregi, játaði brotið við handtökuna. Frá þessu greinir norska fréttaveitan VG.

„Hann greindi frá því þegar hann var handtekinn, en hann hefur ekki verið yfirheyrður enn,“ segir talsmaður lögreglunnar í Finnmörk, Anja M. Indbjør, í samtali við VG. Gunnar Jóhann og Almar, sem grunaður er um hlutdeild af brotinu, verða yfirheyrðir í fyrramálið.

Gunnar hafði áður birt játningu á Facebook síðu sinni þar sem hann bað aðstandendur hins látna afsökunar og sagðist þurfa að lifa við það allt sitt líf að  hafa framið þennan verknað.

Einnig er grein frá því að Almar Smári Ásgeirsson, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, hafi áfrýjað ákvörðuninni. Hann hefur hafnað því að bera nokkra ábyrgð á bana Gísla og hefur þegar  hafið samtal við lögregluna til að gera grein fyrir máli sínu.

Verið er að rannsaka blóðprufur úr sakborningunum til að kanna hvort þeir hafi verið undir áhrifum þegar verknaðurinn átti sér stað um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar