fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vagnstjóri Strætó lá í snjallsímanum í akstri: „Svona vinnubrögð eru með öllu óviðunandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 23:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson tók í dag upp myndskeið af vagnstjóra sem notaði snjallsíma sinn óspart á meðan hann ók vagninum. Sveini Hirti var afar brugðið við þessa sjón enda virðist framferðið vera afar gáleysislegt. Myndskeiðið er hér neðst í fréttinni.

Sveinn Hjörtur segir um málið:

ÁBYRGÐ VAGNSTJÓRA ER MIKIL !!
Ég vil endilega að laun vagnstjóra Strætó verði hækkuð. En ég krefst þess að þeir séu ekki í símanum á meðan þeir eru í akstri. Ótal myndbönd eru til af þessu hátterni vagnstjóra sem einmitt segja sjálfir að þeir beri ábyrgð á farþegum og er krafa um launahækkun byggð m.a. á því. 
En myndböndin eru orðin svo mörg og tilfellin, að mér sýnist vera komið að því að vagnstjórum hjá Strætó sé með öllu óheimilt að hafa farsíma á sér á vaktinni. Þeim er einfaldlega ekki treystandi. Við bönnum börnum okkar að nota símana með ýmsum hætti og sérstaklega í skólanum, en horfum svo uppá þetta!

DV hafði samband við Guðmund Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúa Strætó, og var honum einnig mjög brugðið yfir myndskeiðinu. Guðmundur segir við DV:

„Við hjá Strætó erum með skýrar reglur sem eru á vitorði allra vagnstjóra. Það er stranglega bannað að nota símann á meðan á akstri stendur, enda skapar það mikla og tilgangslausa hættu í umferðinni. Við höfum óskað eftir frekari upplýsingum frá manninum sem sendi okkur myndskeiðið og málið hefur síðan verið tekið áfram með mannauðsstjóra.Svona vinnubrögð eru með öllu óviðunandi og við fordæmum þau. Viðurlög við svona brotum eru allt frá áminningum til brottvísunar í starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“