fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Stefán hrærður yfir þjófnaði – „Öðlaðist um leið meiri trú á mannkynið“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn og stjórnmálaskýrandinn Stefán Pálsson lýsir í stöðufærslu sinni á Facebook raunum sínum í Kaupmannahafnarferð. Þar lenti hann í því að veski hans var stolið, en þrátt fyrir að þjófurinn hafi tekið alla peninga sem í veskinu voru, þá sá hann eigi að síður ástæðu til að skila veskinu ásamt öðru innihaldi þess á hótel Stefáns.

„er nánast hrærður. Lenti í heiðvirðasta glæpamanni í heimi. Veskið mitt var tekið á bar í Kaupmannahöfn. Í því voru öll kort og öll skilríki, þar á meðal vegabréfið. Sá fram á dag í að redda pappírum. – Nema hvað: sá/sú sem hirti veskið ákvað að ryksuga upp alla peninga (þar með talið íslensku krónuna – segið svo að þetta sé ónýtur gjaldmiðill) en labbaði svo með veskið í hótellobbýið (herbergislykillinn var í veskinu). Þetta var svona fimm mínútna gangur. Aldrei áður hef ég upplifað það að vera rændur en öðlast um leið meiri trú á mannkynið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra