fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 17:00

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska konan Nara Walker, 29 ára gömul, hefur afplánun fangelsisrefsingar sinnar í fangelsinu á Hólmsheiði á morgun. Af því tilefni hefur stuðningshópur hennar boðað til mótmæla fyrir utan fangelsið frá kl. 16:30 á morgun. Á Facebook-síðu viðburðarins segir:

Nara Walker var dæmd í fangelsi fyrir að reyna verja sig gegn ofbeldisfullum eiginmanni.

Nú þurfum við að standa saman til að vekja athygli á óréttlætinu sem er innbyggt í refsivörslukerfið og ætlum að vera fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði á miðvikudag kl 16:30, þegar Nara verður fangelsuð, með límband fyrir munni sem er táknrænt fyrir raddleysi kvenna í réttarkerfinu.

Gott er að vera komin tímanlega.

Stöndum saman gegn meingölluðu „réttar“kerfi.

Nara Walker var dæmd í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 skilorðsbundið, fyrir tvær líkamsárásir sama kvöldið. Sú alvarlegri var á eiginmann hennar en hún var sakfelld fyrir að hafa meðal annars bitið tungu hans í sundur. Nara hefur sakað eiginmann sinn um ofbeldi gegn sér. Nara var einnig sakfelld fyrir árás á vinkonu sína sama kvöld sem var gestkomandi á heimili hennar, tekið í hár hennar, slegið hana og klórað hana í framan. Var vinkonan með nokkra áverka eftir árásina. Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot