Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Skorað á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra starfsmanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag hefur sent forstjóra Ölgerðarinnar áskorun um að stytta vinnuviku þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu undir kjarasamningi Eflingar. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér kemur fram að ekkert banni fyrirtækinu að framkvæma slíka styttingu fyrir starfsmenn fyrirtækisins jafnvel þótt þeir starfi ekki undir kjarasamningi VR.

„Efling bendir á að í núgildandi kjarasamningi félagsins við SA eru sérstakar heimildir til að framkvæma vinnutímastyttingu. Þær heimildir voru settar inn í kjarasamning með stuðningi SA og eru hugsaðar til að auðvelda framkvæmd vinnutímastyttingar og hvetja til hennar. Að mati Eflingar blasir við að nýta þessar heimildir til að leysa þá stöðu sem upp er komin hjá Ölgerðinni,“ segir í tilkynningunni.

Í áskoruninni er bent á að Ölgerðin hafi um árabil leyft hópi starfsmanna sem vinna Eflingarstörf að vera skráðir í VR og sýnt tómlæti gagnvart því að leiðrétta stéttarfélagsaðild þeirra. Efling gagnrýnir „tækifærissinnaða“ tímasetningu á flutningi félagsaðildar, sem kemur í veg fyrir kjarabætur sem starfsmenn hefðu ella fengið.

„Við bendum Ölgerðinni á einfalda lausn á vandamálinu sem er að gera vinnustaðasamning fyrir Eflingarfólk um sömu styttingu vinnuvikunnar og VR félagar eru að fá. Það er gert sérstaklega ráð fyrir samstarfi á einstökum vinnustöðum um slíkar styttingar í kjarasamningi Eflingar við SA. Þetta einfaldlega blasir við, og Efling er til í viðræður og samstarf um þessa lausn. Við skorum á Ölgerðina að þiggja boð okkar um samstarf við að leysa þetta mál,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni
Í gær

Auður, eitur og aftaka – „Ég lýsi því yfir, frammi fyrir hinum mikla skapara alheimsins, að ég er saklaus“

Auður, eitur og aftaka – „Ég lýsi því yfir, frammi fyrir hinum mikla skapara alheimsins, að ég er saklaus“
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Sandgerðisvegi

Bílslys á Sandgerðisvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi