fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skorað á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra starfsmanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag hefur sent forstjóra Ölgerðarinnar áskorun um að stytta vinnuviku þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu undir kjarasamningi Eflingar. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér kemur fram að ekkert banni fyrirtækinu að framkvæma slíka styttingu fyrir starfsmenn fyrirtækisins jafnvel þótt þeir starfi ekki undir kjarasamningi VR.

„Efling bendir á að í núgildandi kjarasamningi félagsins við SA eru sérstakar heimildir til að framkvæma vinnutímastyttingu. Þær heimildir voru settar inn í kjarasamning með stuðningi SA og eru hugsaðar til að auðvelda framkvæmd vinnutímastyttingar og hvetja til hennar. Að mati Eflingar blasir við að nýta þessar heimildir til að leysa þá stöðu sem upp er komin hjá Ölgerðinni,“ segir í tilkynningunni.

Í áskoruninni er bent á að Ölgerðin hafi um árabil leyft hópi starfsmanna sem vinna Eflingarstörf að vera skráðir í VR og sýnt tómlæti gagnvart því að leiðrétta stéttarfélagsaðild þeirra. Efling gagnrýnir „tækifærissinnaða“ tímasetningu á flutningi félagsaðildar, sem kemur í veg fyrir kjarabætur sem starfsmenn hefðu ella fengið.

„Við bendum Ölgerðinni á einfalda lausn á vandamálinu sem er að gera vinnustaðasamning fyrir Eflingarfólk um sömu styttingu vinnuvikunnar og VR félagar eru að fá. Það er gert sérstaklega ráð fyrir samstarfi á einstökum vinnustöðum um slíkar styttingar í kjarasamningi Eflingar við SA. Þetta einfaldlega blasir við, og Efling er til í viðræður og samstarf um þessa lausn. Við skorum á Ölgerðina að þiggja boð okkar um samstarf við að leysa þetta mál,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“