fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Ragnhildur kemur lektornum til varnar: „Góður drengur með glæstan feril“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators og talskona auðkýfingsins Björgólfs Thor, kemur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, til varnar á Facebook. Hún segir hann góðan og velmenntaðan dreng. Líkt og DV hefur ítrekað fjallað um þá hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um nauðgun, frelsissviptingu og fleiri brot.

Sjá einnig: Lektor við HÍ með unglingapartí í Vesturbænum: Bauð unglingsstúlkum fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Ragnhildur tengir brot hans við fíkniefnaneyslu. „Það er hörmulegt að horfa upp á einstaka fjölmiðla nánast fagna skelfilegum viðburðum í lífi gamals vinar míns. Þessi góði drengur, með glæstan feril sem lögfræðingur og kennari, er núna djúpt sokkinn fíkill. Starfið horfið, heimili hans undirlagt vikum saman af drykkju og dópi hans og neyslufélaga hans og nú hefur hann verið handtekinn, sakaður um skelfilegan glæp gegn ungri konu,“ segir Ragnhildur.

Hún gagnrýnir fréttaflutning af máli hans. „Fréttirnar eru auðvitað ömurlegar, en sumir fjölmiðlar virðast ekki einu sinni leiða hugann að því að þarna ráði fíknin öllu. Og fávitar í kommentakerfum afgreiða málið með því að vísa til þess að þarna fari sjálfsagt siðblindur Sjálfstæðismaður! Sem í þokkabót njóti sérstakrar verndar lögreglunnar!“ skrifar Ragnhildur.

Sjá einnig: Kristján Gunnar handtekinn á jóladag og færður í einangrun

Hún biður fólk að hugsa til fjölskyldu hans. „Hann vinur minn gamli er ekki siðblindur Sjálfstæðismaður undir verndarvæng lögreglu. Hann er fársjúkur fíkill, sem nú virðist hafa náð botninum á skelfilega stuttum tíma, ferillinn glæsti rústir einar og þá er ónefnt hvaða áhrif þetta hefur allt á alla hans ættingja og vini, að ógleymdri ungu konunni. Fjölmiðlum verður stundum tíðrætt um „mannlega harmleiki“. Þegar einn slíkur blasir við þá ríkir hins vegar Þórðargleðin umfram öllu,“ segir Ragnhildur.

Rétt er að geta þess að DV fjallaði um mál Kristjáns Gunnars áður en meint brot hans um jólin áttu sér stað. Faðir stúlkunnar hefur sagt að hann sé afar ósáttur við vinnubrögð lögreglu, því það hefði verið hægt að bjarga henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur