fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 07:59

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar Stefánssonar, fyrrum stjórnanda Samherjafélaganna í Namibíu, sem tengjast starfi hans. Póstar sem snúast um persónuleg málefni hans verða ekki birtir. Önnur gögn verða einnig birt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segist hafa þetta eftir öruggum heimildum. Jóhannes afhenti WikiLeaks rúmlega 18.000 tölvupósta, tengda Samherja, frá árunum 2014 til 2018. Umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Afríku var byggð á þessum tölvupóstum. Gögnin benda til að Samherji hafi greitt ráðamönnum í Namibíum mútur í skiptum fyrir fiskveiðikvóta og að háum fjárhæðum hafi verið stungið undan skatti.

Málið hefur haft mikil áhrif í Namibíu þar sem sjávarútvegsráðherrann og dómsmálaráðherrann hafa sagt af sér og hafa nú verið ákærðir, ásamt fleirum, fyrir að þiggja rúmlega 860 milljóir í mútugreiðslur. Embætti héraðssaksóknara er einnig að rannsaka málið.

Í yfirlýsingu, sem Samherji sendi frá sér í gær, kemur fram að Jóhannes hafi aðeins afhent WikiLeaks hluta af tölvupóstum sínum sem séu 44.000 talsins.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að ákveðin tregða sé við að birta þá vegna ótta við að það muni brjóta persónuverndarlög. Björgólfur Jóhansson, forstjóri Samherja, vildi ekki staðfesta að póstarnir yrðu birtir en sagði koma til greina að birta þá alla.

„Það kann alveg að vera. Ég hef ekki sjálfur litið á þessa tölvupósta en mér finnst það hljóta að koma til greina, ef það er eitthvað í þeim sem styður þá skoðun okkar að starfsemin hafi ekki verið eins og lýst hefur verið í þessum þáttum. Mér finnst það vera alvarlegt áhyggjuefni að aðeins 42 prósent af tölvupóstunum séu birt inni á WikiLeaks og að þarna vanti heilt ár. Mér finnst það vekja upp spurningar og maður veltir því fyrir sér hvað sé í hinum tölvupóstunum, hvort það sé verið að teikna upp einhliða frásögn og birta eingöngu þau gögn sem styðja við þær ásakanir.“

Hefur Fréttablaðið eftir honum.

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein rannsakar málið nú fyrir Samherja og lýkur þeirri rannsókn eftir nokkra mánuði. Mun lögmannsstofan fá fyrrgreinda tölvupósta afhenta. Björgólfur segir að niðurstöður rannsóknarinnar verði gerðar opinberar og að þeim megi treysta því Wikborg Rein færi ekki að leggja orðspor sitt að veði fyrir Samherja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú