fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar skemmdarvarganna sviku samninga – Helga Sóley í margra mánaða stríði eftir skemmdarverk á bíl hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búin að fá nóg,“ segir Helga Sóley Hilmarsdóttir, ung móðir og eiginkona í Garðabæ, sem hefur staðið í margra mánaða stappi og samningaþrefi eftir að nokkrir unglingar stórskemmdu bíl hennar í júní að gamni sínu. Rannsókn lögreglu á málinu virðist hafa verið áfátt og svo fór að Helga Sóley rannsakaði og leysti málið sjálf en vitni voru að skemmdarverkunum. Komst Helga Sóley í samband við foreldra skemmdarvarganna sem lýstu sig viljuga til samninga. Snurða hljóp hins vegar á þráðinn fyrir stuttu og foreldrarnir hættu við samninga og drógu til baka játningar um að börn þeirra hefðu verið að verki.

DV greindi frá málinu í lok sumars og þar segir í byrjun fréttar:

Ung fjölskylda í Garðabæ varð fyrir miklu tjóni í sumar þegar hópur unglinga stórskemmdi bílinn hennar. Ungmennin hoppuðu meðal annars ofan á þakinu ítrekað og gengu upp eftir bílnum svo stórt skófar sást á afturrúðunni. Vitni var að skemmdarverkunum en unglingarnir skemmdu fleiri bíla á svæðinu. Fólkið telur að lögregluskýrslu beri ekki saman við lýsingu vitnis á því sem gerðist og ýmislegt bendir til að það hefði verið hægt að leysa málið með meiri eftirfylgni lögreglu en raunin varð.

Tónið er metið á allt að 300 þúsund krónur og fæst ekki bætt hjá tryggingum þar sem um skemmdarverk var að ræða. Helga Sóley Hilmarsdóttir er 29 ára gömul og eiginmaður hennar er þrítugur. Saman eiga þau tvo syni. Tjónið er verulegt fyrir þessa ungu fjölskyldu. Atvikið átti sér stað að Stórási í Garðabæ en fjölskyldan býr í Lyngási. Bíllinn hafði verið færður yfir að Stórás vegna byggingaframkvæmda og höfðu íbúar í Lyngási verið beðnir um að færa bílana sína.

„Þetta gerðist þann 21. júní en við komum að bílnum daginn eftir. Það var mikið sjokk að koma að bílnum okkar svona útúrdælduðum og augljóslega búið að ganga upp eftir honum þar sem við greindum skófar á afturrúðunni. Þá voru djúpar dældir á þakinu eins og hefði verið hoppað á því,“ segir Helga Sóley.

Meðfylgjandi eru myndir af skemmdarverkunum en Helga Sóley á líka til myndir af skemmdarvörgunum sjálfum. Skýrslu lögreglu um málið var áfátt að mati Helgu Sóleyjar en vitni gáfu henni það greinargóðar upplýsingar að hún gat sett sig í samband við foreldra þeirra sem í hlut áttu. „Við höfðum sjálf upp á gerendunum og lögreglan vann ekki það verk,“  segir Helga Sóley við DV.

Þegar Helga Sóley hafði náð samningum við foreldra, sem höfðu játað að börn þeirra hefðu átt í hlut, hljóp snurða á þráðinn því í ljós kom að bíllinn var eldri árgerð en Helga Sóley hafði talið. Hún ákvað því að lækka skaðabótarupphæðina sem samið hafði verið um en foreldrarnir hrukku í baklás og sökuðu hana um fjárkúgun. Jafnframt drógu þeir til baka yfirlýsingar um að börn þeirra hefðu verið að verki. Breyttu feðurnir frásögn sinni hjá lögreglu. Svo virðist sem Helga Sóley sitji uppi með tjónið en hún segir að viðkomandi börn hafi valdið fleiri skemmdarverkum í Garðabæ.

Hún greinir frá þróun málsins í íbúahópi á Facebook og endurbirtum við frásögn hennar hér:

„Í lok júní á þessu ári urðum við fyrir því að unglings drengir hér í Garðabæ fóru uppá bílinn okkar og hoppuðu á þakinu á honum með þeim afleiðingum að toppurinn beyglaðist allur og öll lýsing og annað er ónýtt í bílnum.

Glöggir nágrannar sáu til drengjanna og höfðu samband við lögreglu. Lögregla kom á svæðið, 3 bílar og ræddu við drengina en þess má geta að lögregluskýrsla hljóðaði uppá annað og hafði lögregla hvorki fyrir því að hafa samband við foreldra drengjanna né mikið sem stíga út úr bílunun og kanna tjónið sem hafði orðið að þeirra völdum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um að það væru unglingsdrengir að hoppa á milli bíla og berja í þá með hjólabrettum.

Við komum að bílnum okkar tjónuðum næsta dag. Eg hef samband við lögreglu og erum við beðin um að koma að gefa skýrslu næsta virka dag, sem við gerum. Við setjum okkur einnig í samband við tryggingafélagið okkar og þeir sækjast svo eftir lögregluskýrslunni.

Lögregluskýrslan hljóðar svo að einn lögreglubíll hafi farið á vettvang og hafi ekki náð neinum en séð á eftir krökkum hlaupa frá vettvangi. Þess má geta að nágrannar mínir náðu mynd af lögreglunni á vettvangi ræða við gerendurna.

Tryggingafélagið svara því að ekki séu gerendur skráðir í málinu og því sé ekki hægt að sækja tjónið til þeirra. Fyrr í þessum sama mánuði fengum við okkur nýjan bíl sem var settur í kaskó og eldri bílllinn, sá sem varð fyrir tjóninu færður í grunntryggingu eftir að hafa verið í kaskó í þau 5 ár sem við vorum búin að eiga hann. Þ.a.m. sátum við uppi með allan kostnað af tjóninu.

Í ágúst hefðum við ekki heyrt neitt frekar frá lögreglunni en leituðum í hverfisgrúppuna eftir vitnum sem gætu mögulega vitað eitthvað um málið. Þá bárust okkur myndir af gerendunum sem ullu tjóninu á bílnum, sem voru tilbúin til að gefa skýrslu hjá lögreglu kæmi til þess. Minn talsmaður setti sig í samband við foreldra drengjanna sem vitanlega voru miður sín og ætluðu sér að taka ábyrgð á sínum drengjum og tjóninu sem þeir ullu. Þá kom til samningaviðræða þar sem að við buðum þeim að borga tjónið eða borga andvirði bílsins (samanborið við sömu árgerð og tegund á bílasölu) sem þótti mjög raunhæft boð.

Þess má geta að bíllinn fór í tjónamat og var viðgerðin á bílnum kostnaður uppá 890.000. Svo að raunhæfast var að andvirði bílsins myndi deilast í tvennt og foreldrarnir myndu deil þeim kostnaði með sér. En þarna gerði ég mistök. Ég var alveg viss um að bíllinn okkar væri Toyota avensis 2006 árgerð og voru það upplýsongar sem eg gaf mínum talsmanni. Búin að vera í okkar eigu í 5 ár og voru slíkir bílar á 450-500 þúsund á bílasölum.

En bíllinn er víst 2003 árgerð og fengum við þá ábendingu frá foreldrum drengjanna. Þá fór eg og skoðaði skráninguna á bílnum og þaða reyndist rétt svo að við lækkuðum að sjálfsögðu upphæðina sem við óskuðum eftir í samræmi við það niður í 350-380.000, Þetta voru heiðarleg mistök að minni hálfu, en þarna tekur málið viðsnúning og foreldrar drengjanna fara að halda því fram að um fjárkúgun sé að ræða.

Það virðist alveg gleymast að það voru synir þeirra sem að skemmdu bílinn okkar og við sitjum uppi með verðlausan bíl. Á þessum tómapunkti er ákveðið að fara aftur með málið inn á borð hjá lögreglu. Þar eru foreldrar drengjanna kallaðir til í sitthvoru lagi samningaviðræður. Þess má geta að báðir drengirnir voru búnir að játa á sig verknaðinn og erum við með það skriflega fra föður annars þeirra en hinn játaði fyrir framan föður sinn talsmann minn og bauðst til að greiða tjónið með fermingapeningunum sínum.

Þegar þarna er komið breyta feðurnir frásögn sinni og tjá lögreglu það að vissulega hafi einhverjir krakkar átt sök á þessu en ekki synir þeirra og að þeir ætli ekki að borga krónu.

Þar sem að drengirnir eru 14 ára þá eru þeir ósakhæfir, þessi skemmdarverk falla ekki undir tryggingar þar sem að skemmdarverkin eru af ásettu ráði og drengirnir eru eldri en 10 ára.

Eftir sitjum við með skemmdan verðlausan bíl og skemmdarvargarnir sem ollu þessa ganga í burtu án frekari eftirmála.
Ég veit til þess að þessir sömu drengir bera ábyrgð á fleiri tjónum í Garðabæ og komast upp með það.

Finnst okkur þetta í lagi?
Hvað fordæmi eru foreldarnir að setja þarna? Að óhæðarleiki borgi sig og þeir geti gengið frá slíkri hegðun án frekari afleiðinga því þeir eru ósakhæfir
Hvað með lögregluna? Eru þetta ásættanleg vinnubrögð hjá þeim? Upplogin lögregluskýrla og engum upplýsingum safnað um gerendur og hvorki haft samband við foreldra þeirra né eiganda bílsins þrátt fyrir að bíllinn sé á númerum.

Við erum með vitni, skriflega játningu, myndir af gerendum og myndir af lögreglu ræða við gerendur en samt er tjónið okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar