fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Golli hjólar í Stefán Einar og kampavínsfréttir hans – Baldur: „Þér væri nær að standa með samstarfsfólki þínu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hafi bakað sér óvild margra kollega sinna í gær. Hann kenndi verkfalli blaðamanna að hluta um uppsagnir á Morgunblaðinu. Hann var gagnrýndur harðlega í athugasemdum við færslu sína af blaðamönnum.

Ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, öðru nafni Golli, skýtur fast á Stefán Einar á Twitter. Hann vísar til þess að Anna Lilja Þórisdóttir hafi verið rekin þrátt fyrir fréttaröð um spilafíkn undanfarna daga sem hefur vakið athygli.

„Skilst að síðasta grein Önnu Lilju  um spilafíkn muni ekki birtast á mbl þar sem henni hefur verið sagt upp. Í Mogga dagsins er hins vegar sjötta nýja grein Stefáns Einars í greinaflokknum um kampavín í miðlum Árvakurs,“ skrifar Golli, sem starfaði lengi á Morgunblaðinu.

Anusinn á Davíð

Gagnrýni hans er ekki orðum aukin því Stefán Einar hefur skrifað fjölda greina um kampavín. Í blaði dagsins í dag fjallar Stefán Einar um rapparinn Jay-Z hafi sama smekk á kampavíni Alexander II. Rússlandskeisari.

Í athugasemdum við tíst Golla skrifar Ómar Hauksson, grafískur hönnuður og meðlimur Quarashi, svo: „Verður samt að gefa honum props fyrir að geta skrifað grein á sama tíma og að vera með andlitið svo djúpt upp í anusnum á Davíð.“

Gullslegin launatafla

Golli er ekki eini fyrrverandi samstarfsmaður Stefáns Einars sem gagnrýnir hann harðlega. Baldur Guðmundsson blaðamaður, þar á meðal á Morgunblaðinu um tíma, skrifar harðorða athugasemd við færslu Stefáns þar sem hann bendlaði uppsagnir við verkfall. „Þér væri nær að standa með samstarfsfólki þínu, sem er að reyna að sækja sér réttmætar kjarabætur, frekar en berja á því,“ skrifar Baldur.

Því svarar svo Stefán Einar: „Fínt að sitja undir hirtingum frá þér Baldur og allri þinni reynslu í kjaradeilum af þessu tagi. Vandinn er sá að ég held að besta leiðin til að standa með mínu samstarfsfólki sé einmitt að koma okkur út úr þeim ógöngum sem formaðurinn hefur komið okkur út í. Nú ættum við að standa vörð um störfin í stétt sem fær á sig hverja holskefluna á fætur annarri. Það er ekki gert með því að veikja fyrirtækin. En þú ert eflaust sama sinnis og formaðurinn. Þér er einfaldlega algjörlega sama um fólkið sem missti vinnuna.“

Baldur lætur þetta svar ekki slá sig út af laginu og segir: „Þakka þér fyrir, Stefán. Maður hefði haldið að einhver sem gegnt hefur forystuhlutverki í verkalýðsfélagi bæri meiri virðingu fyrir baráttu launafólks (og samstarfsfólks) en raun ber vitni. En það er auðvitað gullsleginni launatöflu Blaðamannafélagsins að kenna að fyrirtækið sem þú vinnur hjá tapaði 35 milljónum á mánuði í fyrra. Að lokum vil ég segja að það kemur mér ekki á óvart að þú skulir gefa þér óskeikula foringjahollustu annarra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“