fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Lögreglumaðurinn Skúli Björnsson fyrir dómi – Sakaður um að reyna að hefta rannsókn á máli sonar síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli gegn lögreglumanninum Skúla Björnssyni átti að fara fram í gær fyrir Héraðsdómi Reykjaness en var frestað til 27. nóvember. Skúli er ákærður fyrir brot í opinberu starfi en ákæran var gefin út þann 29. ágúst.

Skúla er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum syni sínum til ávinnings með því að reyna að koma í veg fyrir að mál er varðar umferðarlagabrot sonar hans hlyti hefðbundinn framgang „með þeim afleiðingum að hallaði á réttindi hins opinbera,“ eins og það er orðið í ákærunni.

Í annan stað er Skúli ákærður fyrir að hafa flett máli sonar síns 14 sinnum upp í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans sem lögreglumanns, „með þeim afleiðingum að hallaði á réttindi hins opinbera.“

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 27. nóvember.

Meint brot Skúla varð allt að tveggja ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu