fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Icelandair kannar áætlunarflug til Murcia

Auður Ösp
Laugardaginn 16. nóvember 2019 16:00

Murcia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður standa yfir á milli Icelandair og ferðamálayfirvalda í Murcia um að hefja beint flug til borgarinnar árið 2021. Spænski fréttamiðilinn Murcia Today greinir frá þessu.

Viðræður fóru fram á ferðasýningunni World Travel Market sem haldin var í London dagana 4.–6. nóvember síðastliðinn. Sýningin er haldin árlega og er ein af stærstu sýningunum fyrir fagaðila í ferðaþjónustu en þar býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum.

Fram kemur að Icelandair hafi verið á meðal þeirra sem sýnt hafi áhuga á því að bjóða upp á áætlunarflug á milli Keflavíkur og alþjóðaflugvallarins í Murcia. Flugvöllurinn er staðsettur í bænum Corvera sem er í rúmlega hálftíma akstursfjarlægð frá Murcia.

Murcia er sjötta stærsta borg Spánar en þar búa um 450 þúsund manns. Borgin er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá „Íslendinganýlendunni“ Torrevieja.

Fram kemur að íbúafjöldi Íslands geti seint talist mikill og því er talið ólíklegt að Íslandsflug muni hafa mikill áhrif á ferðamannageirann í borginni. Það sé engu að síður kærkomin tilbreyting að fá Íslendinga til borgarinnar, enda hafi Bretlandsflug verið í algjörum meirihluta hingað til. Þá fái heimamenn einnig tækifæri til að flýja hitamolluna á Costa Cálida yfir sumartímann og komast í ögn kaldara loftslag.

Óvissa með flugáætlun

Áætlunarflug Icelandair til Spánar hefur takmarkast við sumarflug þótt Icelandair fljúgi mikið til Spánar en þá fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Ef flug til Murcia gengur eftir verður því breyting á. Ljóst er að norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur stigið fast til jarðar í flugbransanum á Íslandi með auknu áætlunarflugi frá Íslandi til Spánar. Hvort það hafi áhrif á áætlanir Icelandair um flug til Murcia er ekki gott að segja. Hins vegar hefur lítið verið gefið upp um viðbætur við flugáætlun Icelandair síðustu mánuði. Einu nýjungarnar sem hafa verið kynntar að undanförnu er að hætt verður flugi til San Francisco og Kansas City næsta sumar. Það er í raun margt óljóst um hvernig flugáætlun Icelandair verður háttað á næsta ári og yfir sumartímann. Óvissa er um hvort sætaframboð dragist saman eða aukist og helgast það kannski af þeirri óvissu sem kyrrsetning MAX-þotanna hefur í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Í gær

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“