fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Valur rekur handboltamanninn Svein Aron fyrir ofbeldisbrot – Fréttu fyrst um málið í fjölmiðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórn Vals hefur sent frá sér tilkynningu vegna ofbeldisbrots handboltamannsins Sveins Arons Sveinssonar. Hann var fyrir skömmu dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem hann framdi á Októberfest fyrir utan Háskóla Íslands árið 2017. DV greindi frá málinu fyrir skömmu.

Samkvæmt dómnum sparkaði Sveinn meðal annars í höfuð mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 9. september 2017, á bílastæði við Sæmundargötu í Reykjavík. Sveinn réðst á manninn, sem féll til jarðar, og sparkaði ítrekað í höfuð hans. Í dómi segir að maðurinn hafi hlotið af þessu: „Dreifða heilaáverka, áverkainnanskúmsblæðingu, áverkainnanbastblæðingu, kúpuhvolfsbrot, opið sár á hársverði, opið sár á vör og munnholi, nefbeinsbrot, opið sár á mjóbaki og mjaðmagrind, opið sár á úlnlið og hönd, marga yfirborðsáverka á höfði og brot á bitkanti vinstri framtannar í efri góm.“

Sveinn Aron hefur verið í hópi þekktari handboltamanna Vals undanvarin ár. Valur hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem kemur fram að félagið frétti fyrst af af brotinu í gegnum fjölmiðla:

„Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur fjallað um mál Sveins Arons Sveinssonar leikmanns meistaraflokks Vals í handknattleik, í kjölfar dóms sem hann fékk. Sú ofbeldishegðun sem leikmaðurinn játaði að hafa sýnt er í algjörri andstöðu við allt sem Valur stendur fyrir og hafa því allar forsendur fyrir samstarfi félagsins og leikmannsins brostið. Félaginu er því nauðugur einn sá kostur að rifta samningnum.  Með birtingu fréttar um málið í fjölmiðlum fengu stjórnarmenn Vals fyrst vitneskju um þann verknað sem leiddi til hans.“

Sjá einnig:

Valur rekur handboltamanninn Svein Aron fyrir ofbeldisbrot

Hryllngur við HÍ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar