fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Nonni Ragnars er látinn – Listamaður, baráttumaður og litrík persóna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2019 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nonni Ragnarsson er látinn, 68 ára að aldri. Nonni fæddist 23. ágúst 1951 en hann var afar vel þekkt persóna í bæjarlífinu í Reykjavík þó að ekki færi mikið fyrir honum í fjölmiðlum, sérstaklega í menningarlífinu og í mannréttindabaráttu Samtakanna 78.

Líklega var myndlistin meginævistarf Nonna en hann var þekktur fyrir litrík og falleg málverk sín. Hann gaf sig einnig mikið að spádómum og hafði unun af dansi sem hann stundaði af ástríðu og listfengi.

Margir minnast Nonna í fallegum pistlum á Fésbókinni. Meðal þeirra er söngvaskáldið vinsæla Hörður Torfason, sem ritar:

„Var að fá andlátsfrétt vinar míns Nonna Ragnars. Það er sárt að frétta. Ég kynntist Nonna í Kaupmannahöfn 1970 og í nokkur ár lágu leiðir okkar saman. Nonni var einstaklega einlæg manneskja og mjög fylgin skoðunum sínum og óhræddur við að láta þær í ljós. Hann var t.d. einstakur sögumaður og ég naut þess að setjast með honum i sólina í Kongens Have eftir að hann fékk sér í pípu, nuddaði ört saman lófunum, smáhló og hóf að spinna sögur. Stórkostlegar sögur og flestar með einhverjum broddi í. Ég hló mig máttlausan.“

Mynd: Tómas Jónsson

Hörður minnist einnig samstarfs við Nonna innan Samtakanna 78 en Nonni var ötull og hreinskiptinn baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra. Hörður segir þetta um persónuleika Nonna:

„Nonni var litrík manneskja. Mjög skapandi og þorði alveg að fara sínar eigin leiðir. Einstakur og gefandi. Flestum okkar sem upplifuð skapandi tímabil í lífi Nonna, þar sem hann dansaði, sagði sögur sínar og sýndi myndir sínar í þá nýopnuðu Djúpinu í Hafnatsrtæti, var tímabil ógleymanlegra upplifanna. Nonni var örlátur á hæfileika sína og veitti óspart, okkur hinum, til mikillar gleði.

Halldór Guðbjörg Jónsdóttir minnist Nonna í löngum og fallegum pistli og segir meðal annars:

„Á afmælisdaginn sinn þann 23 ágúst þá gaf hann sér þá afmælisgjöf sem honum hafði lengi langað til en það var að breyta nafninu sínu í þjóðskrá úr Jón í Nonni. Hann var svo glaður þegar hann hringdi í mig og sagði mér frá þessari gjöf frá sér til sín, núna væri nýtt upphaf!

Halldóra segir einnig frá því sem vakti Nonna yndi:

„Hann var nýbúinn að kaupa sér hjól og ætlaði að fara að fá meira súrefni og huga betur að heilsunni eins og hann sagði því hann elskaði að vera út undir berum himni. Hann elskaði líka að dansa og mála og var það einn af hans draumum að fá að búa í húsi með tvöföldum bílskúr þar sem hann hefði nóg pláss fyrir vinnuaðstöðu. Hann langaði líka að hafa gróðurhús í garðinum og stóra tvöfalda vængjahurð út í garðinn. Það var svo yndislegt að hlusta á hann segja frá draumum sínum og finnst mér sárt að hafa ekki fengið að fylgjast með honum þegar þessir draumar hefðu ræst. Hann á eftir að skreyta allt í kringum sig þar sem hann núna er kominn með glimmeri og gulum, rauðum, grænum og og bláum og dansa um frjáls og óheftur í stórum fagurgrænum garði.

Tómas Jónsson skrifar:

„FALLEGI VINUR OKKAR HANN NONNI RAGNARS – þessi dásamlega mannvera, listamaður, gleðigjafi, fræðari, heilari, dansari, húmoristi og mannvinur – er ekki lengur með okkur í þessari jarðvist. Við þökkum af alúð samferðina elsku NONNI og fyrir allt sem þú gafst af kærleik og höfðingsskap.

DV þakkar Nonna fyrir hans ævistarf og litríka svipinn sem hann setti á mannlífið í Reykjavík. Hans verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu