Mánudagur 18.nóvember 2019
Fréttir

Guðmundur Franklín með djarfa kenningu: Segir Björn nota barn sitt í áróðri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og stofnandi Hægri grænna, varpar fram nokkuð djarfri samsæriskenningu á Facebook. Hann deilir pistli eftir Starkað Björnsson, 11 ára pilt, sem birtist í Morgunblaðinu í dag og fullyrðir að faðir hans hafi skrifað greinina. Pistilinn fjallar um umhverfismál.

Faðir Starkaðar er Björn Þorláksson, fjölmiðlafulltrúi hjá Umhverfisstofnun. „Snilldarskrif og skyldulesning hjá Íslands Gretu! Þetta er auðsjáanlega falsgrein, skrifuð af pabba barnsins Birni Þorlákssyni, fjölmiðlafulltrúa hjá Umhverfisstofnun. Þangað erum við komin,“ skrifar Guðmundur en hann er tíður gestur á Útvarp Sögu. Guðmundur færir engin rök fyrir þessari fullyrðingu sinni.

Starkaður ákallar fullorðið fólk í greininni að taka sig á í umhverfismálum. „Þegar maður horfir á fréttir og hlustar á stjórnmálamenn og eigendur stórfyrirtækja, þá spyr maður: Lærum við aldrei neitt? […] Þegar við skoðum okkar eigið land, Ísland, er um við að mörgu leyti algjörir umhverfissóðar í alþjóðlegum samanburði.  Til dæmis hvað við urðum mikið af sorpi. Engan tíma má missa.“

Starkaður segir hamfarahlýnun yfirvofandi. „Ég vil að við aukum umhverfisverndarkröfur í átt að sjálfbærni, ég vil hvetja krakka sem og fullorðna til að minnka plast- og bensín/dísilnotkun til dæmis. Endurnýta meira og nota hlutina okkar betur. Mér finnst að allt einnota plast ætti að vera algjörlega bannað (nema undir mjög sérstökum kringumstæðum). Við viljum nota vélar áfram til að létta okkur lífið eins og í upphafi iðnbyltingarinnar en það sem þarf að breytast er að orka vélanna verði umhverfisvæn í stað þess að stúta okkur öllum um síðir.Höfin eru að súrna, lífríkið  hopar á hverjum degi, jöklarnir bráðna, lönd munu sökkva, veðrabreytingar verða æ hömlulausari og valda meiri og meiri skaða en á sama tíma standa fullorðnir og segja: Þetta er ekki mitt mál, þetta reddast!,“ segir Starkaður meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum
Fréttir
Í gær

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika
Fréttir
Í gær

Aumasta yfirlýsing í heimi

Aumasta yfirlýsing í heimi
Fréttir
Í gær

Chris Pratt á Íslandi – Féll fyrir upphækkuðum jeppum

Chris Pratt á Íslandi – Féll fyrir upphækkuðum jeppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét þarf þína hjálp – Keyrt á dóttur hennar: „Spurði hvort væri í lagi með hana og keyrði svo í burtu“

Margrét þarf þína hjálp – Keyrt á dóttur hennar: „Spurði hvort væri í lagi með hana og keyrði svo í burtu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alelda bíll við Gylfaflöt – Vegfarendur heyrðu sprengingar

Alelda bíll við Gylfaflöt – Vegfarendur heyrðu sprengingar