fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. október 2019 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 dæmd fyrir ítrekað andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn fimm börnum sínum. Var henni gert að sæta 18 mánaða fangelsi en refsingin var lækkuð niður í 15 mánuði fyrir Landsrétti í fyrra.

Eignaðist annað barn

Vísir greinir frá því í dag að konan hafi enn ekki hafið afplánun. Hún sé nú búsett í Svíþjóð þar sem hún hafi eignast annað barn í sumar. Eftir að félagsmálayfirvöldum í Svíþjóð var tilkynnt af íslenskum barnaverndaryfirvöldum um dóminn sem konan hafði hlotið, var tekin ákvörðun að svipta hana forræði og taka barnið af henni.

Til að byrja með var konunni þó gert að sæta sérstöku eftirliti. Henni var gert að dvelja með barni sínu á sérstöku heimili svo hægt væri að fylgjast með henni. Allt hafi gengið vel þar til íslenski dómurinn hafði verið þýddur yfir á sænsku. Þá hafi verið tekin ákvörðun að meina henni að hitta barnið.

Alltof hörð viðurlög

Vísir ræddi við lögmann konunnar, Sigrúni Landvall sem segir viðbrögð sænskra yfirvalda úr hófi harkaleg. „Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barn sitt.“

Sigrún telur að farsælla hefði verið að veita konunni stuðning og hafa hana undir eftirliti. Að svipta hana réttinum til að hitta nýfætt barn sitt, sem þar að auki var á brjósti, séu alltof hörð viðurlög. Ekki hafi verið gætt meðalhófs og konan svipt rétti sínum til fjölskyldulífs. Ákvörðuninni hefur verið áfrýjað.

Ég hata ykkur, ég vildi að þið væruð dauð“

Í íslenska dóminum var konan sakfelld fyrir að hafa sparkað í eldri börn sín, slegið, togað í hár þeirra, hrint, slegið utan í veggi og hluti, tekið þau hálstaki, kastað í þau hlutum, læst þau úti og hótað þeim ofbeldi og lífláti.

Kallaði hún börn sín öllum illum nöfnum svo sem hóruunga, hórur og mellur.

Fyrir dómi sagði faðir barnanna að það væri kraftaverk að ekkert þeirra hefði dáið sökum ofbeldisins sem konan beitti þau. „Ég hata ykkur, ég vildi að þið væruð dauð, ég vildi að þið hefðuð verið blettur í lakinu og aldrei fæðst,“ var haft eftir konunni í dómnum.

Konan hefur aldrei gengist við brotunum heldur borið því við að sakirnar hafi stafað frá barnsföður hennar sem væri geðveikur og í hefndarhug gegn henni. Hins vegar höfðu yfirvöldum einnig borist tilkynningar frá skólum barnanna og nágrönnum sem grunaði að börnin byggju við óviðunandi aðstæður. Börnin voru í dómnum sögð hafa átt erfitt uppdráttar og upplifað mikla vanlíðan.

Sjá einnig: Móðir dæmd fyrir hrottalegt ofbeldi gegn börnunum sínum – Kraftaverk að enginn dó segir faðirinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“