fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Móðir dæmd fyrir hrottalegt ofbeldi gegn börnunum sínum – Kraftaverk að enginn dó segir faðirinn

Börnin greindu fyrst frá ofbeldinu árið 2010

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2016 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmd til að greiða fimm börnum sínum bætur vegna grófs ofbeldis auk þess sem hún var dæmd til 18 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Börnin fimm eru fædd á árunum 2004 til 2013.

Andlegt og líkamlegt ofbeldi konunnar gegn börnum sínum var viðvarandi í langan tíma. Hún var kærð fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi og sýnt þeim yfirgang, ruddalegt athæfi, sært þau og móðgað“.

Dómurinn á sér fá fordæmi en DV varar við þeim lýsingum sem á eftir fara.

Kallaði þau hóruunga

Hún er kærð fyrir að hafa sparkað í þrjú yngri börnin sín, slegið í þau, hrint þeim og togað í hár þeirra. Einnig fyrir að hafa tekið þau kverkataki, kastað í þau hlutum og læst þau fyrir utan heimili þeirra. Henni var gefið að sök að hafa slegið þeim utan í veggi, klipið þau og hótað að drepa. Hún hafi sagt að hún vildi að þau væru dauð, hún hati þau og að hún óskaði þess að þau hefðu aldrei fæðst. Hún er sögð hafa „kallað þau hóruunga, hálfvita, mother fuckera hórur og mellur,“ eins og segir orðrétt í dómnum.

Meðferðin á yngri börnunum tveimur er líka tíunduð í kæru. Hún er kærð fyrir að hafa tekið þá (strákana) upp og hrist þá, hent þeim í rúm eða sófa þegar hún var að svæfa þá. Lýsingarnar byggja á vitnisburði barnanna sjálfra.

„Þau ákærða áttu allan tímann í stormasömu og ofbeldisfullu sambandi og hann var oft fjarverandi af heimilinu til lengri eða skemmri tíma.“

Sögðu frá fyrir sex árum

Í dómnum kemur fram að börnin hafi lýst ofbeldi af hendi móður sinnar í viðtölum við sálfræðing Barnaverndar Reykjavíkur í október og nóvember árið 2010, fyrir sex árum síðan. Þar segir:

,,Í þeim viðtölum kom meðal annars fram að móðirin hefði gert allt sem fram kom í bók sem þau sögðu að hún hefði notað til að meiða þau. Í bókinni væru börn slegin, rassskellt og lokuð í búri. Ákærða gerði allt við þau sem væri í bókinni nema að loka þau í búri. Hún ætti ekkert búr. Þau lýstu því hvernig þau földu bókina fyrir ákærðu. Þá greindu þau frá því að daginn áður hefði ákærða hrint C þannig að blætt hefði úr andliti hans þegar hann hefði ekki viljað fara úr eldhúsinu. Lýsir sálfræðingurinn því að A hafi sagt alvarlega „Hann er bara tveggja ára“ og fundist hann ekki eiga skilið að vera meiddur.“

Ofbeldisfullt og stormasamt samband foreldra

Konan krafðist sýknu og bóta en hún hefur átt við geðræna erfiðleika að stríða frá árinu 1998, að því er fram kemur í mati Björns Zoega geðlæknis og Guðrúnar Oddsdóttur. Þar kemur fram að vitni hafi sagt að konan hefði greinst með borderline persónuleikaröskun en ekki væru allir á eitt sáttir við þá greiningu. Því fylgdi nokkurs konar sprengjuhegðun sem nálgaðist það að vera geðrofsástand. „Þeir sem hafi þessa greiningu eigi oft brengluð samskipti við aðra, þoli illa áreiti, sýni af sér áhættuhegðun og séu oft einmana. Hins vegar geti þeir líka verið á köflum alveg eðlilegir. Samband ákærðu við föður barnanna hafi verið mjög erfitt og afbrigðilegt.“ Þess má geta að faðir barnanna sagði það kraftaverk að ekkert þeirra væri dáið vegna ofbeldisins.“

„Þá hafi ákærða skorið hann í fingur með hníf þannig að blæddi úr.“

Konan kom ekki fyrir dóminn við meðferð málsins. Hún sagði málið alfarið byggt á lygum barnsföður hennar og sagði hann vilja eyðileggja líf sitt og tilkynningar nágranna vera lygar settar fram í hefndarskyni. Jafnframt að faðirinn hefði heilaþvegið börnin. Tilkynningar hófu að berast Barnavernd árið 2005 og var það þá oftast faðirinn sem tilkynnti um ofbeldi. Í niðurstöðu segir:

„Þau ákærða áttu allan tímann í stormasömu og ofbeldisfullu sambandi og hann var oft fjarverandi af heimilinu til lengri eða skemmri tíma.“

Ofbeldið ágerðist

Í viðtölum við matsmenn lýstu börnin fimm skelfilegu ofbeldi sem móðir þeirra beitti þau. Eitt barnið lýsti ástandinu á heimilinu og sagði að allir hefðu reynt að passa sig að reita móður þeirra ekki til reiði. Þá sagði hann að ofbeldið hefði orðið alvarlegra með tímanum. Hann hefði fyrir sex ára aldur verið beittur andlegu ofbeldi, hótunum og leikföngum hans hent eða eyðilögð.

„Hann er bara tveggja ára.“

Eitt barnið lýsti versta ofbeldinu sem það hafði orðið fyrir á þann veg að móðir hans hefði rifið hann fram úr efri koju á hárinu og hálsinum og „lúbarið“ og sparkað í hann og hent honum utan í skáp. Í dómnum segir:

„Þá hafi hann lýst „harðhentasta högginu“ þar sem móðir hans hafi kýlt hann með krepptum hnefa þannig að hann hafi „bara séð hvítt“. Hann hafi ekki vitað hvort hann hafi rotast við höggið en það hafi verið nógu þungt til þess. Hann hafi sagst vera með ör á bakinu sem hann taldi vera eftir ofbeldi af hendi ákærðu. Hann lýsti því að eitt sinn hafi hann reynt að flýja undan ákærðu með því að hlaupa í kringum stofuborðið en þá hafi hún hent borðinu um koll á fætur hans. Í eitt skipti hafi hann verið að sparka í fætur C undir matarborðinu en þá hafi ákærða skorið hann í fingur með hníf þannig að blæddi úr.“

Börnin fimm fengu á bilinu 500 til 1.200 þúsund krónur í bætur. Konan var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“