fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hulda orðin þreytt á því hvernig komið er fram við eldri borgara: „Strípaður ellilífeyrir er það eina sem íslenska flóttafólkið fær“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2019 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að viðurkenna að ég er þreytt og pínulítið vonlaus.“ 

Svona hefst pistill sem Hulda Björnsdóttir skrifar á Facebook síðuna Milli lífs og dauða. Í pistlinum gagnrýnir Hulda þá meðferð sem eldi borgarar fá í kerfinu í dag.

Hulda talar í pistlinum um leiðréttingu Tryggingastofnunar á greiðslu ellilífeyris fyrir janúar og febrúar árið 2017. Tryggingastofnun leiðrétti greiðslurnar í samræmi við niðurstöðu dóms Landsréttar til þeirra einstaklinga sem áttu rétt á leiðréttingu. Greitt var til tæplega 29.000 einstaklinga, alls um 5,5 milljarðar króna.

„Þegar flokkar sem þykjast vera að berjast fyrir bættum kjörum þeirra sem hafa það viðbjóðslega skítt á forríku landinu láta ekki svo lítið að benda á óréttlætið sem er núna beitt í garð eldri borgara vegna jan og feb 2017 þá langar mig helst til að æla. Hræsnin er með ólíkindum.“

„Við étum ekki fegurðina“

Hulda gagnrýnir það harðlega að eldri borgarar þurfi að borga fjármagnstekjuskatt af leiðréttingunni. Hún segir það vera mikilvægt að allir viti að heimilisuppbót er félagslegur styrkur fyrir suma en ekki alla. Hún segir það einnig vera mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að fólk sem flytur úr landi til þess að drepast ekki úr hungri fær engar aukagreiðslur eða afslætti.

„Strípaður ellilífeyrir, sem er svo skertur eins og enginn sé morgundagurinn, er það eina sem flóttafólkið, íslenska flóttafólkið fær.“

Hún segir stjórnmálamenn og elítuna ekki sjá ástandið sem ríkir hér á landi en það sé þó ekki eina fólkið sem „býr í kössum“.

„Það er þó nokkuð af eldri borgurum, þessum sem kjósa sjálfstæðismafíuna aftur og aftur, sem láta ljós sitt skína á Facebook og dásama alla afslættina og unaðslegu kjörin sem eldri borgurum á Íslandi er boðið upp á, að ég tali nú ekki um dásemdina sem þeim sem flýja landið er úthlutað.“

Hulda segir það vera ágætt að hamra á því hvað Ísland sé fagurt og náttúran hér einstök en hún segir málið ekki snúast ekki um það

„Við, eldri borgarar, þessir venjulegu, étum ekki fegurðina. Við sjóðum ekki í potti fjöll og norðurljós. Við þurfum mat til þess að nærast en ekki fjöll. Við getum heldur ekki skýlt okkur fyrir veðri og vindum með norðurljósum þegar við búum í tjöldum í skrúðgörðum hinnar dásamlegu höfuðborgar!
Nei, við þurfum að geta haft almennilegan mat, almennilegt húsaskjól, almennilega heilsugæslu, almennileg eftirlaun þegar við hættum að vinna og það er ekki hægt að henda okkur öllum út á guð og gaddinn bara til þess að fáir geti haft það eins og greifar og þurfi ekki að líta upp úr kössunum sem þeir hafa komið sér fyrir í.“

„Við erum ekki fífl“

Hulda botnar pistilinn með því að gagnrýna bæði núverandi og komandi ríkisstjórn í lok pistilsins. Hún hefur enga trú á stjórnvöldum og segir þeim að skammast sín fyrir að þykjast hugsa um eldri borgara en gera síðan aldrei neitt.

„Núverandi ríkisstjórn er mannfjandsamleg. Komandi ríkisstjórn þykist vera mannúðar stjórn. Já, ég segi þykist. Ég hef enga trú á liðinu sem argar um fátæka fólkið og gefur svo skít í óréttlætið sem ég minntist á í upphafi. Skammist ykkar niður í tær, þið sem þykist og sýnið svo hið rétta andlit þegar á reynir. Við erum ekki fífl, við erum bara þreytt og flestir búnir að gefast upp á því að argast í vonlausum flottræflum sem skara að eigin köku og láta sem hinir séu ekki til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”