fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Peningafalsarar sitja ekki auðum höndum hér á landi – Reyna að koma seðlum í umferð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í verslunum Bónuss og Krónunnar eru sérstakir pennar við afgreiðslukassana til að hægt sé að kanna hvort peningaseðlar séu falsaðir. Pennunum er strokið eftir seðlunum og sýna hvort þeir eru falsaðir eður ei. Öðru hvoru finnur starfsfólkið falsaða seðla með þessari aðferð.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að svikamál komi í sífellu upp. Mikið sé um að stolið sé úr verslunum og falsaðir seðlar finnist með nokkurra vikna millibili.

Í verslunum Krónunnar hafa fyrrgreindir pennar verið við alla afgreiðslukassa í tæpt ár og segir Gréta þá vera ódýrt öryggistæki. Nokkrum sinnum hafi fólk verið stöðvað sem hafi ætlað að nota falsaða seðla. Þá hringi starfsmaður í vaktstjóra til að láta vita en yfirleitt láti sé sem framvísaði seðlunum sig þá hverfa að sögn Grétu. Hún sagði að einnig hafi saklaust fólk komið með seðla sem það hefur fengið til baka í öðrum verslunum.

Það eru aðallega 5.000 og 10.000 króna seðlarnir sem starfsfólkið athugar. Alltaf komast þó nokkrir seðlar í gegn og uppgötvast það þá í bankanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni