fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Harmleikurinn við Núpsvötn: Ökumaðurinn hefur réttarstöðu sakbornings

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 16:08

Hjónin Shreeraj og Rajshree ásamt börnum sínum. Hin látna Shreeprabha er í fangi föður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður bílsins sem steyptist yfir vegrið á brúnni yfir Núpsvötn með þeim afleiðingum að þrír létust, þar af eitt barn, og fjórir slösuðust, hefur réttarstöðu sakbornings í málinu. Fólkið í bílnum er frá Englandi en er indverskt að uppruna. Þrátt fyrir réttarstöðuna verður maðurinn ekki ekki settur í farbann þar sem framundan er læknismeðferð hjá honum. Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu um rannsókn málsins:

„Fyrstu aðgerðum í rannsókn banaslyss við Núpsvötn þar sem bifreið var ekið út af brúnni þann 27. desember s.l. er nú að ljúka og vinna við hana fer nú í farveg þar sem beðið er niðurstaðna úr einstaka verkþáttum rannsóknarinnar, s.s. vettvangsmælingum, rannsókn á ökutækinu sjálfu, ýmsum sýnum sem aflað hefur verið, endanlegri niðurstöðu krufninga o.fl.   Ökumaður var yfirheyrður, á sjúkrahúsi, í gær en hann reyndist muna fátt um málsatvik.   Hann nýtur réttarstöðu sakbornings en hinsvegar verður ekki gerð krafa um að hann sæti farbanni vegna rannsóknar og dómsmeðferðar málsins.  Þar er einkanlega horft þeirra áverka sem hann hlaut í slysinu og fyrirsjáanlegrar læknismeðferðar sem fyrir liggur að hann þurfi að gangast undir vegna þeirra.

Ökumaðurinn ásamt bróður hans og börnunum tveimur bíða þess að fá vottorð læknis um að þau séu ferðafær og megi fara til síns heima í Bretlandi.   Samkvæmt upplýsingum lögreglu er gert ráð fyrir að þau þurfi öll að leggjast þar inn á sjúkrahús þar til frekari meðferðar þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt