fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Mikil fjölgun mála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári – 350 verkefni á degi hverjum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði mikið á síðasta ári miðað við árið á undan. Sextán prósent fleiri mál voru skráð á síðasta ári en að meðaltali árin 2015 til 2017. Lögreglan hafði afskipti af fleira fólki á síðasta ári en árið á undan og verkefnum lögreglunnar fjölgaði um 27 prósent. Að meðaltali voru 350 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á degi hverjum á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að frá 2015 til 2017 var verkefnafjöldinn 280 mál að meðaltali á dag.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðatölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði síðasta árs.

Hegningarlagabrotum fjölgaði um fimm prósent á milli ára og voru tæplega 9.800. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið og voru um 45.000 á síðasta ári en það er fimmtán prósentum meira en 2017.

Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Björg Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, að fjölgun hegningarlagabrota megi að stórum hluta skýra með fjölgun heimilisofbeldismála. Einnig hafi tilkynntum kynferðisbrotum fjölgað. Einnig er haft eftir henni að skipulagðir erlendir glæpahópar komi oft til landsins til að fremja innbrot en þeim fjölgaði á síðasta ári frá árinu á undan og tengir Sigríður aukningu slíkra mála við komur erlendra glæpahópa en nokkrir slíkir voru upprættir á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu