fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Umdeildur útvarpsstjóri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. júlí 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur sótt um stöðu þjóðleikhússtjóra og telja margir líklegt að hann hreppi hnossið. Velt hefur verið yfir því vöngum hver setjist í stól útvarpsstjóra og margir líklegir nefndir á nafn. Eitt nafn hefur þó ekki heyrst mikið í umræðunni en það er Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins. Hún vann á RÚV um árabil en hefur hins vegar ekki veigrað sér við því að gagnrýna RÚV síðustu ár, bæði efnistök og hversu fjálglega er farið með fjármuni almennings. Hún hefur viðrað þær skoðanir sínar að fréttastofa RÚV sé of hliðholl Sjálfstæðisflokki, fréttamenn beri of mikla virðingu fyrir ráðamönnum til að ganga á þá með erfiðum spurningum og að drottningarviðtöl fái þar að fljúga í loftið hist og her. Þá hefur hún einnig talað um það í leiðara Fréttablaðsins að réttast væri að gera sparnaðarkröfu á RÚV svo stjórnendur færu betur með fé almennings. Skoðanir Kristínar hafa ekki farið vel í RÚV-ara, né andstæðinga hennar sem hafa löngum haldið því fram að hún gangi erinda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en Kristín vann um hríð á samskiptasviði Baugs og stýrir jú því sem oft hefur verið kallað Baugsmiðli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“