fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Umboðsmaður hjólar í leikarafélagið: „Þessi síða er hryllingur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. júní 2019 15:00

Árni Björn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaðurinn Árni Björn Helgason rekur umboðsskrifstofuna Creative Artists Iceland, CAI, og hefur á sínum snærum nokkra af þekktari leikurum landsins sem og rjómann af áhrifavöldum. Hann sendir Félagi íslenskra leikara, FÍL, pillu í pistli á Facebook og segir heimasíðu félagsins ekki þjóna hagsmunum leikara.

„Þessi síða er hryllingur og er ekki í neinum takti við þær kröfur sem að gerðar eru til svona síðu,“ skrifar Árni og virðist setja fram þá kröfu á heimasíðu félagsins að hún eigi að vera eins konar markaðstól fyrir leikara þegar leikstjórar og framleiðendur leita að leikurum í verkefni.

Segir Árni að verið sé að leita að leikurum í nokkur erlend verkefni og að síða félagsins sé „til skammar fyrir félagsmenn“. Undir þetta tekur Andrea Brabin, sem hefur áratuga reynslu í leikaravali.

Í lögum FÍL er hins vegar hvergi tekið nákvæmlega fram að heimasíða félagsins eigi að virka eins og umboðsskrifstofa heldur sé hlutverk félagsins fyrst og fremst að gæta hagsmuna leikara, þá sérstaklega er varðar kjarasamninga sem hefur staðið mikill styr um síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt