fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025

Einhleypur faðir ættleiðir sitt fimmta fatlaða barn:„Hver sem er getur verið faðir en það þarf einhvern sérstakan til að vera pabbi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Carpenter, 35 ára einhleypur faðir, var að ættleiða sitt fimmta barn. Það er kannski ekki til frásögu færandi nema að öll fimm börnin hans eru fötluð.

Fimmta barnið hans er eins árs strákurinn Noah. Hann er með sjaldgæfan erfðagalla sem kallast Cornelia de Lange heilkenni.

Þessi einhleypi faðir var upphaflega áhyggjufullur með það að ættleiða en reynsla hans með fötluðum börnum og fullorðnum gaf honum byr undir báða vængi.

„Ég var viss um að ég yrði ekki tekinn alvarlega þar sem ég er einhleypur en ég varð himinlifandi þegar ég komst að því að sú var ekki raunin“

Börnin hans eru öll með mismunandi fatlanir. Elsta barnið hans, Jack, er einhverfur. Ruby hefur takmarkaða getu í höndunum þar sem hana vantar bein og vegna Pierre Robin heilkennisins. Lily er heyrnarlaus og Joseph er með Downs heilkenni.

Ben hefur aldrei fundið fyrir þörfinni að eignast sín eigin börn. Hann segir að það sé miklu meira sem tengir foreldra við börnin sín heldur en það að deila sömu genum.

„Börnin mín eru börnin mín, þau eru kannski ekki með sama blóð og ég en hverjum er ekki sama!“

Þessi fimm barna faðir segist ekki búast við því að ættleiða fleiri börn en hann hefur samt ekki tekið hugmyndina af borðinu.

„Ef það er barn þarna úti sem virkilega þarfnast mín og minnar hjálpar þá er ég viss um að ég muni enda á að ættleiða það.“

Ben hefur verið einhleypur síðan hann var 21 árs. Þrátt fyrir það finnur hann enga löngun til þess að leitast eftir sambandi þar sem fjölskyldan hans er það mikilvægasta í lífi hans.

„Ég hef aldrei leitast eftir sambandi þar sem ég er ánægður eins og er. Í hvert skipti sem ég hugsa um að vera í sambandi kemst ég alltaf að sömu niðurstöðunni, börnin eru ávallt í fyrsta sæti“

Ben Carpenter er afar ánægður með fjölskylduna sína og foreldrahlutverkið fer honum vel.

„Hver sem er getur verið faðir en það þarf einhvern sérstakan til að vera pabbi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.