fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Arnór missti andlitið í Bónus: „Hvert stefnir íslenskt mál?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ragnarsson, ellilífeyrisþegi og áður starfsmaður Morgunblaðsins, segist hafa miklar áhyggjur af íslenskri tungu. Hann gagnrýnir sérstaklega blaðamenn fyrir lélegt málfar en segist hafa misst andlitið í Bónus á dögunum þegar starfsmaður skildi ekki orðið „hvorutveggja“. Hann gagnrýnir þetta og fleira í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Íslensk tunga á í vök að verjast. Þeir sem helst ættu að standa vörð eru blaðamenn og aðrir þeir sem skrifa í dagblöð, á vefmiðla og textavarp. Ég er nú enginn íslenskufræðingur en nú tel ég að blaðamenn séu að fara út af sporinu. Nú tíðkast það að sleppa sögnum úr fyrirsögnum og tekst stundum svo illa til að fyrirsögn sem átti að segja lesandanum að eitthvað hafi farið úrskeiðis verður öfugmæli. Ekki ætla ég mér að verða persónulegur og bý því til dæmi máli mínu til stuðnings. „Kókaínneysla aukist um 25%.“ Hér vildi blaðamaðurinn segja lesandanum að neysla kókaíns hafi aukist en fyrirsögnin hvetur til aukinnar neyslu. Hér hefði verið heppilegra að nota „eykst“ eða „jókst“ í stað aukist,“ skrifar Arnór.

Ættu að nota okkar góða tungumál

Hann segir það þó gott og blessað að fyrirsagnir í dag sé ekki eins og á árum áður. „Hér á árum áður varð að búa til fyrirsögn sem gaf sterklega til kynna um hvað fréttin fjallaði. Þá voru skrifaðar ítarlegar fréttir um menn og málefni. Þetta hefur mikið breyst og nú skal helst búa til fyrirsagnir sem tvíræðastar. Það er allt gott og blessað en mér finnst að blaðamenn eigi bara að nota okkar góða tungumál eins og það er. Eflaust munu einhverjir staldra hér við og segja að þetta sé þróun tungumálsins. Ef svo er – af hverju þróast talmál ekki eins?,“ spyr Arnór.

Ambögur síast inn í málið

Ambögur íþróttafréttamanna virðast fara sérstaklega í taugarnar á honum. „Fyrir nokkrum áratugum hóf ungur maður störf hjá annarri sjónvarpsstöðinni sem íþróttafréttamaður. Þá er hann sagði frá úrslitum kappleiks vann annað liðið sigur á hinu. Má segja að hann sagði nánast aldrei öðruvísi frá. Aldrei vann annað liðið hitt eða bar sigur úr býtum hvað þá að annað liðið hefði betur en hitt. Svona ambögur síast auðvitað inn í málið og nú er svo komið að í fréttum af dönsku kosningunum í sjónvarpinu nýlega (7. maí) sagði hinn reyndi fréttamaður Bogi Ágústsson að vinstri blokkin hafi unnið sigur. Daginn eftir kom svo Mogginn og aðalfyrirsögnin „Vinstriblokkin vann sigur“. Ég veit að þessi orðasamsetning er til í gömlum heimildum en eru ekki til urmull orða í íslensku sem ná yfir þann atburð þá er sigur vinnst?,“ spyr Arnór.

„Get ég aðstoðað herrann?“

Hann segist einfaldlega hafa talsverðar áhyggjur af íslensku máli. „Hvert stefnir íslenskt mál? Unga fólkið í mínu nágrenni segir að ég tali forníslensku! Mér finnst það ekki leiðinlegt. Ég fór í Bónus á dögunum og kom á afgreiðslukassann og segi við drenginn sem stimplaði inn að ég ætlaði að fá þetta hvorutveggja. Hann kallar í næsta afgreiðslumann. „Siggi er hvorutveggja „bæði“?“ Þá var ég á ferð í fyrra og kom á þekktan veitingastað norðan heiða. Ungur maður stóð við afgreiðsluborðið. „Can I help you?“ Ég segi á íslensku „Já, takk, en er ekki einhver á þessum bæ sem talar íslensku?“ Afgreiðslumaðurinn snarar sér inn í eldhús og kemur að vörmu spori. „Get ég aðstoðað herrann?“ Húmorinn í lagi hjá þessum unga manni en hvert stefnir íslensk tunga þegar Íslendingar eru ávarpaðir á erlendri tungu í sinni heimasveit?,“ spyr Arnór.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik