fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Benedikt: „Væri það í lagi að allir gerðu það sem ég geri?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2019 12:30

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aftur  og aftur koma upp mál þar sem þingmenn ganga fram af almenningi, stundum með framgöngu sinni innan þingsala, stundum annars staðar,“ segir Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, í pistli í Morgunblaðinu þar sem hann minnir almenning á að sjá ekki bara flísar í augum annarra heldur einnig bjálkann í sínum eigin.

Þingmenn, líkt og aðrir eru mannlegir, en það á til að gleymast. Hvar á hins vegar að draga línuna?

„Sumir segja að við ættum aldrei að gera það sem ekki þyldi að birtast á forsíðum blaðanna.“

Það segir Benedikt að sé slæmur mælikvarði.

„Miklu betra próf er: Væri það í lagi að allir gerðu það sem ég geri? Því það einkennilega er að sumir svara spurningunni neitandi, en halda samt áfram sínu athæfi. Þeir sjá flísarnar, en kippa sér ekki upp við bjálkann.“

Gott dæmi um ofangreint eru stjórnmálamenn og atvinnurekendur sem predika að krónan sé eina myntin sem henti Íslandi, en geyma svo sjálfir mikið magn peninga á erlendum reikningum eða í skattaskjólum.

„Hvers vegna ástundar þú sjálfur af miklum krafti það sem þú fyrirlítur aðra fyrir að gera?“

„Þeir sem finnst ekki í lagi að almenningur nýti sér skattaskjól eiga ekki að fela sína peninga. Þeir sem telja óviðeigandi að þingmenn klæmist slompaðir á almannafæri eiga að fara varlega með áfengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn