fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Nasistar í Árbæjarlaug – „Komandi kynslóðir munu þakka okkur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2019 14:13

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rasismi lifir góðu lífi á Íslandi og virðist jafnvel vera samþykktur af samfélaginu. Við sem samfélag þurfum að taka afstöðu gegn hatri og fordómum til að skapa betra samfélag fyrir komandi kynslóðir.“

Þetta segir Natalie Ouellette í pistli sem birtist í Reykjavík GrapevineNatalie flutti til Íslands fyrir fimm árum síðan. Í grein sinni segir hún að fordómar í íslensku samfélagi komi henni sífellt á óvart.

Þegar Natalie fór í Árbæjarlaug með börnin sín um daginn sá hún tvo einstaklinga með mikið magn haturs- og fordómafullra húðflúra. Húðflúr á borð við hakakross og fleiri tákn öfgahópa sem telja hvíta kynstofninn öðrum æðri.

„Þegar ég spurði starfsmann um hvaða reglur giltu um gesti með rasísk  húðflúr var svarið: Það eru engar reglur um það sem ég þekki til. Ísland er lítið land og er bara svolítið rasískt.“

Natalie var ekki ánægð með þetta svar og sendi því sömu spurningu til borgaryfirvalda. Í svari frá mannréttindaskrifstofu var sagt að húðflúr teldust til tjáningarfrelsis einstaklings og því væru engar reglur gegn þeim.

Þetta svar fannst henni undarlegt. „Ættu tákn og merki rasisma og gyðingahaturs ekki að teljast til hatursorðræðu?“

„Ég hef því komist að þeirri leiðinda niðurstöður að á Íslandi er rasismi hreinlega samþykktur.“

Natalie telur þetta vera samfélagslegt vandamál og því þurfi þjóðin að taka höndum saman.

„Nú er nóg komið. Hættið að afsaka íslenska rasista og takið afstöðu gegn því sem þið vitið að er rangt. Hættið þessu tvöfalda siðgæði gegn þeim einstaklingum sem hingað eru komnir í leit af betra lífi. Það að við búum á litlu og einangruðu landi þýðir ekki að við getum ekki gert breytingar. Þær aðgerðir til að stuðla að umburðarlyndi og taka á hatri munu hafa gífurleg áhrif á samfélagið og komandi kynslóðir munu þakka okkur.“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í þessari viku sem athygli er vakin á fordómum á Íslandi. Starfsmaður Krónunnar, sem er að erlendu bergi brotinn og dökkur á hörund, varð fyrir árás í vinnunni þegar kúnni vék sér að honum og jós yfir hann hatursfullum svívirðingum. Eiginkona hans vakti athygli á atvikinu á Facebook í færslu sem hefur vakið mikla athygli. Þar segir hún meðal annars:

„Já gott fólk, þetta gerðist hér á Íslandi, þetta herrans ár 2019. Rasisminn lifir góðu lífi hér á landi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“