fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi samstarfskona Sigmundar segir hann haldinn ofsóknarkennd

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 13:08

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn ætti að koma fram að hreinskilni og viðurkenna að þau vilji hætta öllu samstarfi við útlönd. Hún segir það kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann hafi falið peninga erlendis. Sigmundur var um árabil formaður Framsóknarflokksins.

„Ofsóknarkenndin á sé ýmsar birtingamyndir. Tímabært að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga – hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð. Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sósíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun,“ skrifar Silja Dögg á Facebook.

Hún segir þetta kaldhæðnislegt. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga. Svo verður þetta sama fólk sármóðgað ef minnst er á „einangrunarhyggju“,“ segir Silja Dögg.

Hún efast svo stórlega um trúverðugleika Miðflokksins. „Ég velti líka fyrir mér hvort það kveikni ekki einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlustar á málflutning þessa hóps. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?,“ spyr Silja Dögg.

Í athugsemdum við færsluna skýtur Ómar R. Valdimarsson fast á Sigmund Davíð. „Ef Sigmundur Davíð hefur svona miklar áhyggjur af vondum útlendingum, af hverju geymir hann ekki auðæfin sem hann giftist inn í á Íslandi?,“ skrifar Ómar og við þetta bætir Silja Dögg: „NKL“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“